Bækur Gamla testamentisins standa nokkurn veginn í sögulegri röð í Biblíunni. Fyrstar eru sögubækurnar. Í Mósebókunum fimm er greint frá forsögunni, ættfeðrunum, ánauð Ísraelsþjóðarinnar í Egyptalandi, frelsun hennar þaðan, lögmálinu og ferðinni til fyrirheitna landsins. Jósúa- og Dómarabækur greina frá töku landsins og mótun samfélags. Samúelsbækur, Konungabækur og Kroníkubækur greina frá sögu konungsríkjanna í Ísrael og Júda fram að útlegðinni í Babýlon árið 586 f. Kr. Á undan þeim fer Rutarbók sem greinir frá ætterni Davíðs konungs. Esra- og Nehemíabók greina frá heimkomu útlaganna frá Babýlon og uppbyggingu Jerúsalem. Esterarbók er sérstök og er svið hennar Babýlon á tíma útlaganna og greinir hún frá þrautseigju og trúmennsku útlaganna þar sem höfuðhetjan er Ester. Eftir söguritin taka við spekirit og Sálmarnir. Spekiritin eru Jobsbók Orðskviðir Salomons, Prédikarinn og Ljóðaljóðin. Loks eru spámannaritin sem skiptast í tvo hópa. Fyrri hópurinn er meiri spámennirnir, Jesaja, Jeremía (ásamt Harmljóðunum), Esekíel og Daníel. Síðari hópurinn nefnist minni spámennirnir og eru þeir tólf. Margt í ritum Jesaja og Jeremía og í ritum minni spámannanna er frá því fyrir daga útlegðarinnar til Babýlon. Annað er ritað í Babýlon eða á tímanum eftir heimkomuna. Það er hægt að lesa Gamla testamentið eins og hverja aðra bók, byrja á byrjuninni og lesa síðan samfellt. Þá er gott að gera sér grein fyrir mismun bókanna. En vel má líka hugsa sér að byrja til dæmis á Sálmunum eða einhverju öðru af þekktustu ritunum svo sem Jesaja eða Jobsbók. Í viðauka við nýjustu útgáfu Biblíunnar eru kynningar á bókum Biblíunnar og ennfremur helstu ártöl í sögu Biblíunnar. Þar eru líka góð kort yfir sögusvið Biblíunnar. En ef menn vilja lesa Biblíuna í uppbyggilegum tilgangi, þá er gott að fylgja ákveðinni reglu. Hið íslenska biblíufélag sem hefur skrifstofu í Hallgrímskirkju gefur árlega út biblíulestrarskrá sem er mjög handhæg og góð. Hægt er að nálgast hana á skrifstofu Biblíufélagsins og hún liggur líka víða frammi í kirkjum.
Bækur Gamla testamentisins standa nokkurn veginn í sögulegri röð í Biblíunni. Fyrstar eru sögubækurnar. Í Mósebókunum fimm er greint frá forsögunni, ættfeðrunum, ánauð Ísraelsþjóðarinnar í Egyptalandi, frelsun hennar þaðan, lögmálinu og ferðinni til fyrirheitna landsins. Jósúa- og Dómarabækur greina frá töku landsins og mótun samfélags. Samúelsbækur, Konungabækur og Kroníkubækur greina frá sögu konungsríkjanna í Ísrael og Júda fram að útlegðinni í Babýlon árið 586 f. Kr. Á undan þeim fer Rutarbók sem greinir frá ætterni Davíðs konungs. Esra- og Nehemíabók greina frá heimkomu útlaganna frá Babýlon og uppbyggingu Jerúsalem. Esterarbók er sérstök og er svið hennar Babýlon á tíma útlaganna og greinir hún frá þrautseigju og trúmennsku útlaganna þar sem höfuðhetjan er Ester. Eftir söguritin taka við spekirit og Sálmarnir. Spekiritin eru Jobsbók Orðskviðir Salomons, Prédikarinn og Ljóðaljóðin. Loks eru spámannaritin sem skiptast í tvo hópa. Fyrri hópurinn er meiri spámennirnir, Jesaja, Jeremía (ásamt Harmljóðunum), Esekíel og Daníel. Síðari hópurinn nefnist minni spámennirnir og eru þeir tólf. Margt í ritum Jesaja og Jeremía og í ritum minni spámannanna er frá því fyrir daga útlegðarinnar til Babýlon. Annað er ritað í Babýlon eða á tímanum eftir heimkomuna. Það er hægt að lesa Gamla testamentið eins og hverja aðra bók, byrja á byrjuninni og lesa síðan samfellt. Þá er gott að gera sér grein fyrir mismun bókanna. En vel má líka hugsa sér að byrja til dæmis á Sálmunum eða einhverju öðru af þekktustu ritunum svo sem Jesaja eða Jobsbók. Í viðauka við nýjustu útgáfu Biblíunnar eru kynningar á bókum Biblíunnar og ennfremur helstu ártöl í sögu Biblíunnar. Þar eru líka góð kort yfir sögusvið Biblíunnar. En ef menn vilja lesa Biblíuna í uppbyggilegum tilgangi, þá er gott að fylgja ákveðinni reglu. Hið íslenska biblíufélag sem hefur skrifstofu í Hallgrímskirkju gefur árlega út biblíulestrarskrá sem er mjög handhæg og góð. Hægt er að nálgast hana á skrifstofu Biblíufélagsins og hún liggur líka víða frammi í kirkjum.