Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 424 svör fundust
Heyrist eitthvað í norðurljósunum, gefa þau frá sér hljóðbylgjur?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?, þá myndast norðurljósin í aðallega í 100-250 km hæð yfir jörðu. Þar er nánast ekkert loft, þótt nógu mikið sé af súrefni (O2) og köfnunarefni (N2) til að norðurljós geti myndast. Til þess að átta sig betur á þessu má benda á að ve...
Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?
Upphaflega spurningin var þessi:Af hverju eru hrossabændum ekki gert skylt að hafa þannig aðbúnað hjá hrossum að þau séu ekki á berangri að vetri til?Það er lífsnauðsyn fyrir hross að komast í skjól í verstu vetrarveðrum, sérstaklega ef tíðarfar er mjög umhleypingasamt. Hross sem standa skjóllítil í höm hafa sig e...
Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?
Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi: Það er rangt að deyða mannverur Fóstur er mannvera Þess vegna er rangt að eyða fóstri Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti m...
Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?
Svarið sem hér fer á eftir er líka svar við spurningunni Hvað eru mörg lönd í heiminum? frá Berglindi Friðriksdóttur og Ólafi Heiðari Helgasyni og er litið svo á að land þýði sjálfstætt ríki. Þegar maður spyr hversu mörg sjálfstæð lönd eru í heiminum getur maður fengið ýmis svör og velta þau gjarnan á hagsmun...
Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?
Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...
Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?
Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...
Hvað er erfðamengun?
Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...
Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?
Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni? Svarið við þeirri spurningu er ekki ...
Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?
Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...
Getur lofttæmi lyft loftskipi eins og vetni?
Svarið er já að því leyti að það er vel hægt að hugsa sér að lofttæmt ílát eða loftskip geti lyfst frá jörðu. Hins vegar höfum við prófað að leita að vacuum balloons á veraldarvefnum og niðurstöður þeirrar leitar benda til þess að mönnum hafi ekki tekist að smíða slíkt ílát og muni jafnvel aldrei takast það. Um...
Hvað eru klínískar rannsóknir?
Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...
Hvenær gaus Etna síðast?
Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...
Er hægt að stela frá sjálfum sér?
Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu. Svarið fer til að mynda eftir því hvaða skilningur er lagður í sögnina 'að stela' og eins skiptir máli hverju er stolið. Stundum hafa menn á orði að 'einhverju sé alveg stolið úr þeim' og er þá yfirleitt átt við að þeir muni ekki eitthvað. Í því tilviki væri hægt að ...
Hver erfir mann sem á hvorki börn né maka?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Góðan dag! Karlmaður fellur frá á besta aldri. Hann á engin börn og engan maka en íbúð og peninga í banka. Foreldrar hans eru á lífi en móðir hans hefur verið í 20 ár á heilsustofnun (hún er út úr heiminum). Hann á líka þrjá bræður á lífi. Hver erfir hann? Hér skiptir máli hva...
Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?
Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að...