Sólin Sólin Rís 07:56 • sest 19:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 08:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:39 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:57 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:56 • sest 19:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 08:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:39 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:57 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur regnbogi sést að nóttu til?

Trausti Jónsson

Einnig hefur verið spurt:
Hversu algengt er að regnbogi myndist að nóttu til við tunglsljós?

Regnbogar sjást alloft í tunglskini og rigningu, þeirra er helst að vænta í hvössu veðri þar sem vindur ber regn inn undir glugga sem myndast í skýjaþykkni hlémegin fjalla, svipað og rissið á myndinni sýnir.

Rigningin er mynduð yfir fjallshryggnum en vindur er það hvass að droparnir ná ekki að falla til jarðar fyrr en 1-3 km frá myndunarstað. Þetta gefur tunglsljósi tækifæri til að skína niður í dropasafnið sem brýtur ljósið og endurkastar því eins og í venjulegum regnboga sem hefur sama viðhorf og ef um sólarljós væri að ræða, í gagnstæða átt við ljósgjafann.

Mestar líkur eru á að sjá tunglboga í hvössum vindi (bláar og rauðar örvar) sem ber regn langt frá myndunarstað, út undir glugga sem myndast í skýjaþekjuna í niðurstreymi hlémegin fjallsins. Eins og regnboginn, sést tunglboginn í stefnu framundan sé baki snúið beint í tunglið. Á myndinni er hæð tunglsins ýkt, boginn sést ekki ef tunglið er í meir en 40° hæð á lofti. Úrkomuþykknið yfir fjallshryggnum er oftast það þykkt að það skyggir á tungl lægra á lofti. Möguleiki á tunglboga er því mestur ef tunglsljósið kemur á hlið í aflangt skýjarof.

Tunglbogar af þessu tagi eru langoftast hvítir að sjá og fallegastir þannig (þó það sé auðvitað smekksatriði), en stundum má sjá daufa liti. Líkurnar eru mestar að næturlagi sé tungl fullt og það hátt á lofti að það birtist í skýjarofinu, en þó ekki ofar en 40° (þá sést boginn ekki).

Tunglbogar eru víðast hvar sjaldséðir, ekki síst vegna þess að menn búast ekki við þeim og eru því ekki að leita. Sá sem þetta skrifar hefur til dæmis aðeins tvisvar séð tunglboga í öllu sínu veldi og í bæði skiptin við þau skilyrði sem hér var lýst, í Borgarnesi (skýjarof í suðaustanátt yfir Skarðsheiði, rigning frá Hafnarfjalli) og í Botni í Hvalfirði (skýjarof við Botnssúlur og rigning mynduð við þær). Í bæði skiptin barst tunglsljósið langsum eftir skýjarofinu.

Myndir:


Þessi umfjöllun hefur áður birst á vef Veðurstofu Íslands undir heitinu Tunglbogi - Sjást regnbogar í tunglsljósi? og birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

6.3.2025

Spyrjandi

Þorgeir Jónsson, Unnur Sveinsdóttir

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Getur regnbogi sést að nóttu til?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2025, sótt 12. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=29059.

Trausti Jónsson. (2025, 6. mars). Getur regnbogi sést að nóttu til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29059

Trausti Jónsson. „Getur regnbogi sést að nóttu til?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2025. Vefsíða. 12. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29059>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur regnbogi sést að nóttu til?
Einnig hefur verið spurt:

Hversu algengt er að regnbogi myndist að nóttu til við tunglsljós?

Regnbogar sjást alloft í tunglskini og rigningu, þeirra er helst að vænta í hvössu veðri þar sem vindur ber regn inn undir glugga sem myndast í skýjaþykkni hlémegin fjalla, svipað og rissið á myndinni sýnir.

Rigningin er mynduð yfir fjallshryggnum en vindur er það hvass að droparnir ná ekki að falla til jarðar fyrr en 1-3 km frá myndunarstað. Þetta gefur tunglsljósi tækifæri til að skína niður í dropasafnið sem brýtur ljósið og endurkastar því eins og í venjulegum regnboga sem hefur sama viðhorf og ef um sólarljós væri að ræða, í gagnstæða átt við ljósgjafann.

Mestar líkur eru á að sjá tunglboga í hvössum vindi (bláar og rauðar örvar) sem ber regn langt frá myndunarstað, út undir glugga sem myndast í skýjaþekjuna í niðurstreymi hlémegin fjallsins. Eins og regnboginn, sést tunglboginn í stefnu framundan sé baki snúið beint í tunglið. Á myndinni er hæð tunglsins ýkt, boginn sést ekki ef tunglið er í meir en 40° hæð á lofti. Úrkomuþykknið yfir fjallshryggnum er oftast það þykkt að það skyggir á tungl lægra á lofti. Möguleiki á tunglboga er því mestur ef tunglsljósið kemur á hlið í aflangt skýjarof.

Tunglbogar af þessu tagi eru langoftast hvítir að sjá og fallegastir þannig (þó það sé auðvitað smekksatriði), en stundum má sjá daufa liti. Líkurnar eru mestar að næturlagi sé tungl fullt og það hátt á lofti að það birtist í skýjarofinu, en þó ekki ofar en 40° (þá sést boginn ekki).

Tunglbogar eru víðast hvar sjaldséðir, ekki síst vegna þess að menn búast ekki við þeim og eru því ekki að leita. Sá sem þetta skrifar hefur til dæmis aðeins tvisvar séð tunglboga í öllu sínu veldi og í bæði skiptin við þau skilyrði sem hér var lýst, í Borgarnesi (skýjarof í suðaustanátt yfir Skarðsheiði, rigning frá Hafnarfjalli) og í Botni í Hvalfirði (skýjarof við Botnssúlur og rigning mynduð við þær). Í bæði skiptin barst tunglsljósið langsum eftir skýjarofinu.

Myndir:


Þessi umfjöllun hefur áður birst á vef Veðurstofu Íslands undir heitinu Tunglbogi - Sjást regnbogar í tunglsljósi? og birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar....