
Engar staðfestar rannsóknir hafa sýnt fram á að norðurljósin gefi frá sér hljóð. Þó svo að norðurljósin mynduðu hljóðbylgjur myndu þær ekki ná til okkar niður á jörðina. Ástæðan fyrir þessu er að nánast ekkert loft er að finna í þeirri hæð sem norðurljós myndast (í 100-250 km hæð yfir jörðu) en hljóðbylgjur þurfa efni til að geta borist áfram.
- Ég þekki mörg dæmi um að fólk hafi séð norðurljósin svo lágt niðri að þau hafi heyrt í þeim getur það verið? (spyrjandi Jakob Helgi Bjarnason)
- Getur maður heyrt í norðurljósunum? (spyrjandi Svava Guðmundsdóttir)
- Gefa norðurljósin frá sér hljóð? (spyrjandi Þorbjörg Jónsdóttir)
- Heyrist í norðurljósum? (spyrjandi Ingunn Jónsdóttir)
- File:Aurora Borealis.jpg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 4.12.2013).