Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Heyrist eitthvað í norðurljósunum, gefa þau frá sér hljóðbylgjur?

Aðalbjörn Þórólfsson

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?, þá myndast norðurljósin í aðallega í 100-250 km hæð yfir jörðu. Þar er nánast ekkert loft, þótt nógu mikið sé af súrefni (O2) og köfnunarefni (N2) til að norðurljós geti myndast. Til þess að átta sig betur á þessu má benda á að venjulega er miðað við að sá sem er kominn lengra en 100 km frá jörðu sé geimfari. Þar sem hljóðbylgjur þurfa efni til að gera borist áfram (loft, vökva, fast efni), eru skilyrði fyrir hljóðbylgjur afar slæm í þessari hæð.

Engar staðfestar rannsóknir hafa sýnt fram á að norðurljósin gefi frá sér hljóð. Þó svo að norðurljósin mynduðu hljóðbylgjur myndu þær ekki ná til okkar niður á jörðina. Ástæðan fyrir þessu er að nánast ekkert loft er að finna í þeirri hæð sem norðurljós myndast (í 100-250 km hæð yfir jörðu) en hljóðbylgjur þurfa efni til að geta borist áfram.

Engar staðfestar rannsóknir hafa sýnt fram á að norðurljósin gefi frá sér hljóð og því er svarið við spurningunni neitandi enn sem komið er. Einhverjar vangaveltur hafa þó komið fram varðandi hljóðmyndanir af völdum norðuljósa. Í þessu samhengi þarf þó að gæta að því að sterkir rafstraumar í jónahvolfinu (þar sem norðurljósin myndast) geta spanað upp strauma í tækjum á jörðu niðri og hafa jafnvel slegið út heilu rafdreifikerfunum. Smellir í mælitækjum gætu því einfaldlega verið afleiðing af slíkum straumum.

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Ég þekki mörg dæmi um að fólk hafi séð norðurljósin svo lágt niðri að þau hafi heyrt í þeim getur það verið? (spyrjandi Jakob Helgi Bjarnason)
  • Getur maður heyrt í norðurljósunum? (spyrjandi Svava Guðmundsdóttir)
  • Gefa norðurljósin frá sér hljóð? (spyrjandi Þorbjörg Jónsdóttir)
  • Heyrist í norðurljósum? (spyrjandi Ingunn Jónsdóttir)

Mynd:

Höfundur

háloftaeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Íslandsbanka

Útgáfudagur

4.12.2013

Spyrjandi

Ása Briem, Jakob Helgi Bjarnason, Svava Guðmundsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Ingunn Jónsdóttir

Tilvísun

Aðalbjörn Þórólfsson. „Heyrist eitthvað í norðurljósunum, gefa þau frá sér hljóðbylgjur?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31189.

Aðalbjörn Þórólfsson. (2013, 4. desember). Heyrist eitthvað í norðurljósunum, gefa þau frá sér hljóðbylgjur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31189

Aðalbjörn Þórólfsson. „Heyrist eitthvað í norðurljósunum, gefa þau frá sér hljóðbylgjur?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31189>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Heyrist eitthvað í norðurljósunum, gefa þau frá sér hljóðbylgjur?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?, þá myndast norðurljósin í aðallega í 100-250 km hæð yfir jörðu. Þar er nánast ekkert loft, þótt nógu mikið sé af súrefni (O2) og köfnunarefni (N2) til að norðurljós geti myndast. Til þess að átta sig betur á þessu má benda á að venjulega er miðað við að sá sem er kominn lengra en 100 km frá jörðu sé geimfari. Þar sem hljóðbylgjur þurfa efni til að gera borist áfram (loft, vökva, fast efni), eru skilyrði fyrir hljóðbylgjur afar slæm í þessari hæð.

Engar staðfestar rannsóknir hafa sýnt fram á að norðurljósin gefi frá sér hljóð. Þó svo að norðurljósin mynduðu hljóðbylgjur myndu þær ekki ná til okkar niður á jörðina. Ástæðan fyrir þessu er að nánast ekkert loft er að finna í þeirri hæð sem norðurljós myndast (í 100-250 km hæð yfir jörðu) en hljóðbylgjur þurfa efni til að geta borist áfram.

Engar staðfestar rannsóknir hafa sýnt fram á að norðurljósin gefi frá sér hljóð og því er svarið við spurningunni neitandi enn sem komið er. Einhverjar vangaveltur hafa þó komið fram varðandi hljóðmyndanir af völdum norðuljósa. Í þessu samhengi þarf þó að gæta að því að sterkir rafstraumar í jónahvolfinu (þar sem norðurljósin myndast) geta spanað upp strauma í tækjum á jörðu niðri og hafa jafnvel slegið út heilu rafdreifikerfunum. Smellir í mælitækjum gætu því einfaldlega verið afleiðing af slíkum straumum.

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Ég þekki mörg dæmi um að fólk hafi séð norðurljósin svo lágt niðri að þau hafi heyrt í þeim getur það verið? (spyrjandi Jakob Helgi Bjarnason)
  • Getur maður heyrt í norðurljósunum? (spyrjandi Svava Guðmundsdóttir)
  • Gefa norðurljósin frá sér hljóð? (spyrjandi Þorbjörg Jónsdóttir)
  • Heyrist í norðurljósum? (spyrjandi Ingunn Jónsdóttir)

Mynd:

...