Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1058 svör fundust
Af hverju fleyta menn "kerlingar"?
Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar orðasamböndin að flytja kerlingar eða fleyta kerlingar undir kastfimi en tekur fram að ekki sé um mikla íþrótt að ræða (1887:92–93). Þessi leikur er allgamall og er meðal annars sagt frá honum í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík frá 18. öld undir heitinu flytja ...
Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?
Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára. Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra ...
Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?
Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum. Hálendin...
Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?
Það er fyrst og fremst einangrunin sem eyðileggst í rafbúnaði sem verður fyrir spennuhöggi. Einangrun er nauðsynleg til þess að halda spennuhafa hlutum, það er þeim hlutum tækisins sem spenna er á, frá til dæmis umgjörð tækja og búnaði. Þegar einangrunin skemmist myndast leið í gegnum einangrunina fyrir strauminn ...
Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar?
Nú á dögum finnst blettatígurinn (Acinonyx jubatus) aðallega á gresju- og stjaktráasvæðum í sunnan- og austanverðri Afríku. Hann forðast hins vegar svæði þar sem þéttleiki trjáa verður of mikill því veiðitækni hans felst í því að hlaupa uppi bráð á geysilegum hraða og slíkt er ekki heppilegt í þéttum skógi. Algeng...
Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?
Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...
Er það satt að fólk pissi á hákarlakjöt á einhverju stigi vinnslunnar?
Því er stundum haldið fram menn verki kæstan hákarl með því einfaldlega að míga á hann. Sennilega sprettur þessi flökkusaga af þeirri sérstöku ammoníaklykt sem fylgir hákarlinum. Það er hins vegar mikill misskilningur að hland af mannavöldum komi þarna eitthvað við sögu. Hákarlar innihalda töluvert þvagefni frá ná...
Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?
Serótónín er taugaboðefni í heila. Serótónínheilkenni er lífshættulegt ástand í líkamanum sem stafar af of miklu serótóníni. Þetta ástand kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis sem örva losun serótóníns eða hamla endurupptöku þess. Dæmi um slíka lyfjatöku er þegar samtímis er tekið svokallað triptanlyf...
Hvaða fuglar búa á norðurpólnum?
Á norðurpólnum, nyrsta punkti jarðar, er ekkert land heldur aðeins haf sem þakið er ís allan ársins hring. Dýralíf á norðurpólnum er afar fátæklegt og eflaust má dvelja þar lengi án þess að sjá nokkuð kvikt. Hvítabirnir (Ursus maritimus) fara sjaldnar norður fyrir 82° N vegna lítils fæðuframboðs. Þó hafa hvíta...
Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?
Það er mögulegt að brenna olíu sem berst í sjó við olíuslys og það er gert í einstaka tilfellum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Þar segir um þessa aðferð: Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð...
Hvað er jökull?
Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina. Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram ...
Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur?
Um Dalvíkurskjálftann er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934? og bendum við lesendum á að lesa það svar einnig. Eðlilega er spurt hversu líklegt sé að annar eins skjálfti og Dalvíkurskjálftinn 1934 komi á næstu áratugum eða öldum. Engar sögulegar heimi...
Hvaða líffæri er hægt að gefa sem líffæragjafi?
Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Brottnám hornhimnu augans til ígræðslu má einnig telja til líffæragjafar. Þegar gefinn er blóðmergur eða blóð er um að ræða endurnýjanlega hluta af stærri heild og fellur það tæpast undir líffæragjöf. Gera verður greinarmun á líf...
Hvað eru erfðabreytt matvæli? Hvaða áhrif hafa þau á daglegt líf okkar og eru þau með einhverjum hætti skaðleg?
Erfðabreytt kallast matvæli framleidd úr lífverum, sem breytt hefur verið lítillega með utanaðkomandi erfðaefni. Mikill meirihluti þeirra eru nytjaplöntur og afurðir þeirra. Erfðabreytingarnar hafa einkum beinst að aukinni framleiðslu með því að gera plönturnar ónæmar fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Mes...
Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu?
Allir finna fyrir kvíða einhvern tíma, bæði fullorðnir og börn. Kvíði er meira að segja talinn nauðsynlegur fyrir þroska barna og aðlögun þeirra að umhverfi sínu þar sem hann á þátt í að börn greini að hættulegar og hættulausar aðstæður og læri að forðast þær hættulegu. Þar að auki virðast ákveðin kvíðamynstur ver...