Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Stærstur hluti sjávar er hyldýpi þar sem sólargeislar ná ekki niður. Þörungar þrífast þar ekki en engu að síður finnast fjölmargar dýrategundir á þessum slóðum, bæði hryggdýr og hryggleysingjar. Tegundafjöldinn er að vísu ekki eins mikill og í efri lögum sjávar og eru dýrin aðlöguð að hinum sérstöku aðstæðum sem til staðar eru á djúpsævi.
Tvær tegundir djúpsjávarfiska.
Eitt af einkennum fiska sem lifa á margra kílómetra dýpi er liturinn. Djúpsjávarfiskar eru oftast gráir eða svartir og hafa sjálflýsandi anga sem standa út úr höfði þeirra og gegna því hlutverki að laða bráð að kjafti fisksins. Djúpsjávarfiskar eru einnig yfirleitt minni og hlutfallslega léttari en fiskar á grunnsævi. Þeir eru oftast mjög kjaftstórir og hafa stórar tennur sem auka líkurnar á því að þeim takist að hremma bráð í lítilli birtu.
Að lokum má benda á að við neðansjávarhveri þar sem sjávarhitinn getur orðið allt að 350°C, til dæmis meðfram Atlantshafshryggnum, er dýralífið oft fjölskrúðugt og framandi. Mikið af krabbadýrum og lindýrum lifa þar undir miklum þrýstingi og flest þessara dýra finnast hvergi annars staðar á jörðinni. Dæmi um tegundir er rúmlega þriggja metra rauðleitur pípuormur sem hefur meira en 30 þúsund anga til að veiða fæðuagnir, en auk þess má finna þar blinda krabba og fiska sem halda aðeins til í nánd við þessa hveri og nærast þar á hryggleysingjum.
Menn hafa ekki enn marktæka tölu um fjölda tegunda sem lifa í dýpstu hafálum jarðar þar sem sífellt er verið að finna nýjar tegundir í rannsóknarleiðangrum.
Myndir:
Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr lifa dýpst í sjónum?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5801.
Jón Már Halldórsson. (2006, 6. apríl). Hvaða dýr lifa dýpst í sjónum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5801
Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr lifa dýpst í sjónum?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5801>.