Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Serótónín er taugaboðefni í heila. Serótónínheilkenni er lífshættulegt ástand í líkamanum sem stafar af of miklu serótóníni. Þetta ástand kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis sem örva losun serótóníns eða hamla endurupptöku þess. Dæmi um slíka lyfjatöku er þegar samtímis er tekið svokallað triptanlyf við mígreni og serótónín endurupptökuhamlari við þunglyndi (svokölluð SSRI- og SSNRI-lyf). Dæmi um fyrrnefndu lyfin eru Imigran, Zomig og Relpax og dæmi um hin síðarnefndu eru Cipramil, Zoloft, Fontex og Effexor. Meiri hætta er á þessu heilkenni þegar notkun lyfs er hafin eða skammtur þess aukinn. Eldri þunglyndislyf (svokölluð MAOI-lyf), geta einnig stuðlað að serótónínheilkenni ef þau eru notuð um leið og lyfin sem talin eru upp hér að ofan. Ólögleg lyf eins og alsæla og LSD hafa einnig verið tengd þessu heilkenni.



Serótónínheilkenni kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis.

Einkenni serótónínheilkennis koma fram innan fárra mínútna eða klukkutíma. Þau eru meðal annars uppnám eða eirðarleysi, niðurgangur, hraður hjartsláttur, ofsjónir, hækkun líkamshita, tap á samhæfingu, flökurleiki, ofvirkniviðbrögð, hraðar breytingar á blóðþrýstingi og uppköst. Einstaklingur er greindur með serótónínheilkenni ef hann er með þrjú eftirtalinna einkenna: uppnám, niðurgangur, mikill sviti án hreyfingar, sótthiti, andlegar breytingar eins og ruglingur, vöðvakrampar, ofvirkniviðbrögð, skjálfti eða tap á samhæfingu.

Serótónínheilkenni er ekki greint fyrr en aðrir möguleikar eru útilokaðir eins og sýkingar, eitranir, efnaskipta- og hormónatruflanir og fráhvarfseinkenni lyfjanotkunar. Sjúklingur er hafður á spítala undir eftirliti í að minnsta kosti sólarhring og meðhöndlaður með róandi lyfjum til að draga úr uppnámi, krampakenndum hreyfingum og vöðvastífni. Enn fremur fá sjúklingar lyf sem dregur úr serótónínmyndun, vökva í æð og að auki er viðkomandi tekinn af þeim lyfjum sem talin eru hafa orsakað heilkennið. Ef rétt meðhöndlun fæst ekki versnar heilkennið og getur endað með dauða. Einkennin hverfa aftur á móti innan sólarhrings ef réttri meðhöndlun er beitt.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

17.5.2011

Spyrjandi

Hrefna Karlsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57950.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 17. maí). Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57950

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57950>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?
Serótónín er taugaboðefni í heila. Serótónínheilkenni er lífshættulegt ástand í líkamanum sem stafar af of miklu serótóníni. Þetta ástand kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis sem örva losun serótóníns eða hamla endurupptöku þess. Dæmi um slíka lyfjatöku er þegar samtímis er tekið svokallað triptanlyf við mígreni og serótónín endurupptökuhamlari við þunglyndi (svokölluð SSRI- og SSNRI-lyf). Dæmi um fyrrnefndu lyfin eru Imigran, Zomig og Relpax og dæmi um hin síðarnefndu eru Cipramil, Zoloft, Fontex og Effexor. Meiri hætta er á þessu heilkenni þegar notkun lyfs er hafin eða skammtur þess aukinn. Eldri þunglyndislyf (svokölluð MAOI-lyf), geta einnig stuðlað að serótónínheilkenni ef þau eru notuð um leið og lyfin sem talin eru upp hér að ofan. Ólögleg lyf eins og alsæla og LSD hafa einnig verið tengd þessu heilkenni.



Serótónínheilkenni kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis.

Einkenni serótónínheilkennis koma fram innan fárra mínútna eða klukkutíma. Þau eru meðal annars uppnám eða eirðarleysi, niðurgangur, hraður hjartsláttur, ofsjónir, hækkun líkamshita, tap á samhæfingu, flökurleiki, ofvirkniviðbrögð, hraðar breytingar á blóðþrýstingi og uppköst. Einstaklingur er greindur með serótónínheilkenni ef hann er með þrjú eftirtalinna einkenna: uppnám, niðurgangur, mikill sviti án hreyfingar, sótthiti, andlegar breytingar eins og ruglingur, vöðvakrampar, ofvirkniviðbrögð, skjálfti eða tap á samhæfingu.

Serótónínheilkenni er ekki greint fyrr en aðrir möguleikar eru útilokaðir eins og sýkingar, eitranir, efnaskipta- og hormónatruflanir og fráhvarfseinkenni lyfjanotkunar. Sjúklingur er hafður á spítala undir eftirliti í að minnsta kosti sólarhring og meðhöndlaður með róandi lyfjum til að draga úr uppnámi, krampakenndum hreyfingum og vöðvastífni. Enn fremur fá sjúklingar lyf sem dregur úr serótónínmyndun, vökva í æð og að auki er viðkomandi tekinn af þeim lyfjum sem talin eru hafa orsakað heilkennið. Ef rétt meðhöndlun fæst ekki versnar heilkennið og getur endað með dauða. Einkennin hverfa aftur á móti innan sólarhrings ef réttri meðhöndlun er beitt.

Heimildir og mynd:

...