Einkenni serótónínheilkennis koma fram innan fárra mínútna eða klukkutíma. Þau eru meðal annars uppnám eða eirðarleysi, niðurgangur, hraður hjartsláttur, ofsjónir, hækkun líkamshita, tap á samhæfingu, flökurleiki, ofvirkniviðbrögð, hraðar breytingar á blóðþrýstingi og uppköst. Einstaklingur er greindur með serótónínheilkenni ef hann er með þrjú eftirtalinna einkenna: uppnám, niðurgangur, mikill sviti án hreyfingar, sótthiti, andlegar breytingar eins og ruglingur, vöðvakrampar, ofvirkniviðbrögð, skjálfti eða tap á samhæfingu. Serótónínheilkenni er ekki greint fyrr en aðrir möguleikar eru útilokaðir eins og sýkingar, eitranir, efnaskipta- og hormónatruflanir og fráhvarfseinkenni lyfjanotkunar. Sjúklingur er hafður á spítala undir eftirliti í að minnsta kosti sólarhring og meðhöndlaður með róandi lyfjum til að draga úr uppnámi, krampakenndum hreyfingum og vöðvastífni. Enn fremur fá sjúklingar lyf sem dregur úr serótónínmyndun, vökva í æð og að auki er viðkomandi tekinn af þeim lyfjum sem talin eru hafa orsakað heilkennið. Ef rétt meðhöndlun fæst ekki versnar heilkennið og getur endað með dauða. Einkennin hverfa aftur á móti innan sólarhrings ef réttri meðhöndlun er beitt. Heimildir og mynd:
Einkenni serótónínheilkennis koma fram innan fárra mínútna eða klukkutíma. Þau eru meðal annars uppnám eða eirðarleysi, niðurgangur, hraður hjartsláttur, ofsjónir, hækkun líkamshita, tap á samhæfingu, flökurleiki, ofvirkniviðbrögð, hraðar breytingar á blóðþrýstingi og uppköst. Einstaklingur er greindur með serótónínheilkenni ef hann er með þrjú eftirtalinna einkenna: uppnám, niðurgangur, mikill sviti án hreyfingar, sótthiti, andlegar breytingar eins og ruglingur, vöðvakrampar, ofvirkniviðbrögð, skjálfti eða tap á samhæfingu. Serótónínheilkenni er ekki greint fyrr en aðrir möguleikar eru útilokaðir eins og sýkingar, eitranir, efnaskipta- og hormónatruflanir og fráhvarfseinkenni lyfjanotkunar. Sjúklingur er hafður á spítala undir eftirliti í að minnsta kosti sólarhring og meðhöndlaður með róandi lyfjum til að draga úr uppnámi, krampakenndum hreyfingum og vöðvastífni. Enn fremur fá sjúklingar lyf sem dregur úr serótónínmyndun, vökva í æð og að auki er viðkomandi tekinn af þeim lyfjum sem talin eru hafa orsakað heilkennið. Ef rétt meðhöndlun fæst ekki versnar heilkennið og getur endað með dauða. Einkennin hverfa aftur á móti innan sólarhrings ef réttri meðhöndlun er beitt. Heimildir og mynd: