Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hér er einnig að finna svör við spurningunum Hverjar eru algengustu orsakir þunglyndis? frá Baldri Þórssyni og Er þunglyndi andlegur eða líkamlegur sjúkdómur? frá Gunnari Aroni Ólasyni.
Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sálræna þætti og félagslega þætti. Þessi skipting er samt mikil einföldun þar sem oftast spila ýmsir þættir saman þegar mikið þunglyndi herjar á einstakling.
Líffræðilegar orsakir
Mikill fjöldi rannsókna bendir til að líffræðilegir þættir eigi sinn þátt í þróun þunglyndis. Sumar rannsóknir hafa bent til ójafnvægis eða skorts á ákveðnum boðefnum í heila, enda hafa flest þunglyndislyf áhrif á virkni þessara boðefna (serótónín og noradrenalín).
Erfðir
Erfðarannsóknir benda sterklega til að erfðir eigi nokkurn þátt í þróun þunglyndis, að minnsta kosti hjá þeim sem veikjast aftur og aftur. Þáttur erfða er samt langt frá því að vera auðskilinn og mjög erfitt er að greina áhrif erfða frá áhrifum umhverfis vegna þess hve margir þættir fléttast iðulega saman við tilurð þunglyndis. Erfðaþátturinn er sterkari hjá þeim sem greinast með geðhvörf heldur en þeim sem greinast með þunglyndi en fá aldrei oflæti. Það er ekki sjúkdómurinn sjálfur sem erfist, heldur er það fremur tilhneigingin til að veikjast undir álagi.
Dægursveifla
Langt er síðan menn vissu að lyndisraskanir og óeðlilegt svefnmynstur færu saman. Hvort tveggja þekkist, að svefntruflanir leysi sjúkdóminn úr læðingi og svefntruflanir séu hluti af sjúkdómsmyndinni, en hið síðarnefnda er þó mun algengara. Gildir það bæði um þunglyndi og örlyndi.
Sálrænir þættir
Þrátt fyrir að erfðir og líffræðilegir þættir eigi þátt í orsök þunglyndis eru ýmsir sálrænir þættir eða umhverfisþættir einnig mikilvægir.
"Lengi býr að fyrstu gerð" segir máltækið og flestum foreldrum er ljóst að margt getur haft mótandi áhrif á þroska barna. Rannsóknir hafa einkum beinst að áhrifum:
Gagnrýni í uppvexti.
Neikvæðs sjálfsmats.
Áunnins sjálfsbjargarleysis.
Missis foreldris, einkum móður, þegar börn eru ung að aldri.
Rúnar Helgi Andrason og Engilbert Sigurðsson. „Af hverju stafar þunglyndi?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1222.
Rúnar Helgi Andrason og Engilbert Sigurðsson. (2000, 7. desember). Af hverju stafar þunglyndi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1222
Rúnar Helgi Andrason og Engilbert Sigurðsson. „Af hverju stafar þunglyndi?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1222>.