Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 494 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?

Ritverkum Friedrichs Nietzsches (1844-1900) er vanalega skipt í þrjú tímabil: Æskuverkin (1872-1877), miðárin (1878-1882) og síðustu árin (1883-1888). Þar sem áhrifa Nietzsches gætir meðal listamanna, arkitekta, heimspekinga, félagsfræðinga, sálfræðinga, rithöfunda, tónlistarmanna, mannfræðinga, kvikmyndagerðarman...

category-iconHeimspeki

Hvernig verður framtíðin?

Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...

category-iconSálfræði

Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...

category-iconStærðfræði

Hvað er mengi?

Mengi er safn vel skilgreindra hluta. Hlutirnir sem mynda mengið kallast stök þess og þeir geta verið af hvaða tagi sem er, til dæmis má tala um mengi allra ríkja í Evrópu og mengi allra heilla talna. Ríkin Andorra, Belgía og Króatía eru þá dæmi um stök í fyrra menginu og tölurnar $2$, $-7$ og $33$ eru dæmi um stö...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef fluga er á mælaborði flugvélar og flýgur svo á loft, léttist flugvélin þá sem nemur þyngd flugunnar?

Svarið er nei, miðað við þann útbúnað á flugvélum sem algengastur er. Kraftarnir upp á við sem halda flugunni á flugi inni í flugvélinni koma frá henni og gagntakskraftar þeirra verka á flugvélarskrokkinn niður á við þannig að mæld þyngd flugvélarinnar sem heildar breytist ekki.Í kennslubókum er oft sagt frá vörub...

category-iconFélagsvísindi

Hve margir íbúar eru í þriðja heiminum?

Það er hreint ekki eins einfalt og ætla mætti að svara þessari spurningu. Aðalvandamálið felst auðvitað í þeirri spurningu hvað þetta fyrirbæri þriðji heimurinn er og hvaða lönd teljast til hans. Hugtakið þriðji heimurinn var upphaflega notað árið 1952 af Alfred Sauvy, frönskum hagfræðingi og landfræðingi. Hug...

category-iconHugvísindi

Hvað tóku siglingar á landnámsöld langan tíma?

Tíminn sem það tók að sigla tiltekna leið á landnámsöld var mjög breytilegur. Menn hafa verið fljótastir þegar þeir höfðu hæfilegan meðbyr en mestan tíma tók ferðin ef mótvindur var eða svo hvasst að öldugangur knúði menn til að slá af ferðinni. Stundum tók ferðin þá mjög langan tíma, til dæmis nær allt sumarið. E...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að troða sér um tær?

Já, það er hægt, en til þess þarf bæði þjálfun og viljastyrk, fimi og útsjónarsemi. Augljóst er hvað það merkir að troða öðrum um tær. Best er þá að fórnarlambið teygi fótinn dálítið fram en láti hann þó liggja flatan á gólfi eða öðru undirlagi. Sömuleiðis er gott að lambið sé berfætt til þess að árangur verði ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?

Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:Er Öræfajökull virk eldstöð?Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag? Er sér...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru byssur til?

Þessari spurningu er ekki endilega auðsvarað ef haft er í huga að byssur eru meðal annars notaðar til að drepa eða meiða fólk. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi að menn skuli yfirleitt vilja búa slíka hluti til? Hins vegar má líka nota þær til annarra hluta, svo sem fæðuöflunar, og það á einnig við um ýmis ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Balían af Ibelín?

Balían af Ibelín var riddari á tímum krossferðanna. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa reynt að verja borgina Jerúsalem gegn innrás Saladíns árið 1187. Krossferðirnar á miðöldum voru herfarir kristinna manna inn á svæði annarra trúarhópa og þá sérstaklega múslima í Miðausturlöndum. Kristnir Evrópumenn ásældust ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um makríl?

Makríll (Scomber scombrus) getur orðið allt að 60 cm á lengd en algengast er að hann sé á bilinu 35-45 cm. Makríllinn ber þess merki að vera mikill sundfiskur, hann er rennilegur í vexti, gildastur um miðjuna og mjókkar til sporðs og kjafts. Hann er oftast grænn eða blár á baki með 30-35 dökkum hlykkjóttum rákum e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf?

Upprunalega spurningin var þessi: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Svar við meginefni spurningarinnar e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í Vatnsdælu sögu, 3. kafla, er orðað "Nú ef þér verður sona auðið eða þínum sonum þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja og vænti eg mér þar gæða af og hefi eg það fyrir lífgjöfina." Hvað þýðir tiltakið "láttu eigi nafn mitt niðri liggja"? Í útgáfu Hins íslenska fornri...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er svona merkilegt við árið 1918?

Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...

Fleiri niðurstöður