Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Balían af Ibelín?

Einar Kári Guðmundsson, Pétur Daníel Þórðarson, Þorgrímur Erik Þuríðarson Rodríguez og NHH

Balían af Ibelín var riddari á tímum krossferðanna. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa reynt að verja borgina Jerúsalem gegn innrás Saladíns árið 1187. Krossferðirnar á miðöldum voru herfarir kristinna manna inn á svæði annarra trúarhópa og þá sérstaklega múslima í Miðausturlöndum. Kristnir Evrópumenn ásældust sérstaklega Jerúsalem og svæðið þar í kring en það svæði þótti heilagt. Fyrra konungsríkið Jerúsalem hafði verið sett á fót 1099 eftir fyrstu krossferðina en leið undir lok þegar Saladín lagði undir sig stóran hluta þess árið 1187. Í kjölfarið hófst þriðja bylgja krossferðanna.

Balían var yngsti sonur Barisans og átti tvo bræður, Hugh og Baldwin. Talið er að faðir hans, sem gengur stundum einnig undir nafninu Balían, hafi verið ættaður frá Ítalíu. Faðir Balíans efnaðist mjög er hann giftist konu að nafni Helvis en Helvis var erfingi að því veldi sem kennt var við borgina Ramla.

Balían erfði kastalann Íbelín eftir að elsti bróðir hans, Hugh, lést en Baldwin sem var mitt á milli þeirra í erfðaröðinni hafði afþakkað kastalann. Um svipað leyti giftist hann Maríu Comnenu en hún var ekkja konungsins Almarics I og átti erfðarprinsessuna Isabellu. Þessi tengsl hans áttu stóran þátt í því pólitíska hlutverki sem Balían gengdi í lok 12. aldar.

Skjaldarmerkið hans Balíans.

Það var bardaginn við Hattin sem hafði í raun úrslitaáhrif hvað varðar sigurgöngu Saladíns en engu að síður ákvað Balían að verjast liði hans í Jerúsalem stuttu síðar við miður góð skilyrði. Eftir að Saladín hafði gert nokkur áhlaup á borgina, fór Balían út til samningaviðræðna við Saladín. Þar samþykkti hann friðarskilmála. Með þeim fengu 7000 menn að ganga frjálsir. Restin af íbúum borgarinnar fékk svo tækifæri til að borga fyrir frelsi sitt en yrðu annars seldir í þrældóm.

Eftir að hafa misst Jerúsalem í hendur Saladíns var seinna konungsríki Jerúsalem stofnað. Það hefur einnig gengið undir nafninu 'Konungsríkið Acre'. Balían tók þátt í alls kyns valdatafli við upphaf þess ásamt Maríu konu sinni. Balían lést árið 1193, þá á sextugsaldri.

Heimildir

Mynd:

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

11.7.2013

Spyrjandi

Kári Jón Sigurðsson

Tilvísun

Einar Kári Guðmundsson, Pétur Daníel Þórðarson, Þorgrímur Erik Þuríðarson Rodríguez og NHH. „Hver var Balían af Ibelín?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65358.

Einar Kári Guðmundsson, Pétur Daníel Þórðarson, Þorgrímur Erik Þuríðarson Rodríguez og NHH. (2013, 11. júlí). Hver var Balían af Ibelín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65358

Einar Kári Guðmundsson, Pétur Daníel Þórðarson, Þorgrímur Erik Þuríðarson Rodríguez og NHH. „Hver var Balían af Ibelín?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65358>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Balían af Ibelín?
Balían af Ibelín var riddari á tímum krossferðanna. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa reynt að verja borgina Jerúsalem gegn innrás Saladíns árið 1187. Krossferðirnar á miðöldum voru herfarir kristinna manna inn á svæði annarra trúarhópa og þá sérstaklega múslima í Miðausturlöndum. Kristnir Evrópumenn ásældust sérstaklega Jerúsalem og svæðið þar í kring en það svæði þótti heilagt. Fyrra konungsríkið Jerúsalem hafði verið sett á fót 1099 eftir fyrstu krossferðina en leið undir lok þegar Saladín lagði undir sig stóran hluta þess árið 1187. Í kjölfarið hófst þriðja bylgja krossferðanna.

Balían var yngsti sonur Barisans og átti tvo bræður, Hugh og Baldwin. Talið er að faðir hans, sem gengur stundum einnig undir nafninu Balían, hafi verið ættaður frá Ítalíu. Faðir Balíans efnaðist mjög er hann giftist konu að nafni Helvis en Helvis var erfingi að því veldi sem kennt var við borgina Ramla.

Balían erfði kastalann Íbelín eftir að elsti bróðir hans, Hugh, lést en Baldwin sem var mitt á milli þeirra í erfðaröðinni hafði afþakkað kastalann. Um svipað leyti giftist hann Maríu Comnenu en hún var ekkja konungsins Almarics I og átti erfðarprinsessuna Isabellu. Þessi tengsl hans áttu stóran þátt í því pólitíska hlutverki sem Balían gengdi í lok 12. aldar.

Skjaldarmerkið hans Balíans.

Það var bardaginn við Hattin sem hafði í raun úrslitaáhrif hvað varðar sigurgöngu Saladíns en engu að síður ákvað Balían að verjast liði hans í Jerúsalem stuttu síðar við miður góð skilyrði. Eftir að Saladín hafði gert nokkur áhlaup á borgina, fór Balían út til samningaviðræðna við Saladín. Þar samþykkti hann friðarskilmála. Með þeim fengu 7000 menn að ganga frjálsir. Restin af íbúum borgarinnar fékk svo tækifæri til að borga fyrir frelsi sitt en yrðu annars seldir í þrældóm.

Eftir að hafa misst Jerúsalem í hendur Saladíns var seinna konungsríki Jerúsalem stofnað. Það hefur einnig gengið undir nafninu 'Konungsríkið Acre'. Balían tók þátt í alls kyns valdatafli við upphaf þess ásamt Maríu konu sinni. Balían lést árið 1193, þá á sextugsaldri.

Heimildir

Mynd:

...