Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 367 svör fundust
Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?
Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...
Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918?
Íslendingar voru fátæk þjóð þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst og enn fátækari þegar henni lauk. Hagur þeirra hafði reyndar farið batnandi allt frá lokum 19. aldar en samt voru þeir meðal fátækustu þjóða Vestur-Evrópu. Það var ekki fyrr en í heimsstyrjöldinni síðari að Ísland komst í hóp ríkustu landa heims. Sa...
Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?
Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann. ...
Er hægt að verða veirufræðingur á Íslandi?
Þessi spurning virðist í fyrstu einföld „já eða nei“ spurning, en eins og stundum er svarið alls ekki svo einfalt. Íslenskir vísindamenn stóðu á árum áður mjög framarlega í veirurannsóknum og ekki verður hjá því komist að nefna Björn Sigurðsson (1913-1959) lækni sem var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Hás...
Hvað er hugmyndasaga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...
Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?
Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...
Hvernig á að útskýra þriðja lögmál Newtons?
Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Þriðja lögmál Newtons er stundum kallað lögmálið...
Hvað er leif í sagnfræði?
Leif er grundvallarhugtak í heimildafræði sagnfræðinga. Leifar eru öll bein ummerki fortíðarinnar, allar varðveittar menjar liðins tíma sem bera uppruna sínum vitni. Þar með eru allar heimildir sagnfræðinnar óhjákvæmilega leifar. Hvaða gagn er þá að þessu sérstaka hugtaki, frekar en tala bara um heimildir? Jú, ...
Hver er ég?
Við þessari spurningu er til einfalt svar: Þú ert þú. En þó svo að svarið sé vissulega rétt og enginn geti með góðu móti efast um sannleiksgildi þess, þá er ekki þar með sagt að það sé fullnægjandi. Við erum nefnilega litlu nær. Svipuðu máli gegnir um spurninguna: Hvað er til? Henni má svara: Allt er til. Þett...
Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?
Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Þess í stað verður vitnað í rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal dýra og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þær rannsóknir. Fjölmargir atferlisfræðingar og dýrafræðingar hafa b...
Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?
Yfirleitt lítum við svo á að siðferðilegt réttmæti gjörða fólks sé ekki háð tilviljunum heldur því sem viðkomandi ætlar sér. Þegar við dæmum athöfn einhverrar manneskju sem rétta eða ranga leggjum við áherslu á að dæma út frá því sem viðkomandi hafði stjórn á og teljum ekki með þá hluti sem hún hafði enga stjórn á...
Hvað er ítrun Newtons?
Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru...
Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum? Mætti hafa það svo lítið að smásjá þyrfti til að lesa það?Það er meginregla í íslenskum samningarétti að samningafrelsi ríkir. Það felur í sér að þeir sem gera samning hafa frelsi um efni hans og gerð svo fremi sem þeir gangi ekk...
Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er þekjuvefur? Dýravefir eru yfirleitt flokkaðir í stoðvefi, þekjuvefi, blóð, taugavefi og vöðvavefi. Í þessu svari er athyglinni fyrst og fremst beint að stoðvefjum og þekjuvefjum en þegar hefur verið fjallað um vöðvavefi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...
Er opinberum starfsmönnum heimilt að ráða sína eigin fjölskyldumeðlimi í vinnu?
Stutt og einfalt svar við þessari spurningu er nei. Um ráðningu ríkisstarfsmanna gilda lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þau taka til allra þeirra sem ráðnir eru, settir eða skipaðir í störf í þágu ríkisins. Lögin gilda þó ekki um þjóðkjörna fulltrúa, starfsmenn félaga sem eru einkaré...