Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6036 svör fundust
Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?
Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...
Úr hverju er varalitur búinn til?
Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...
Hvar finnur maður tölur um aðsókn Íslendinga á kvikmyndasýningar, leikhús, sundstaði og annað sem flokkast sem tómstundir?
Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast hagtölur af ýmsu tagi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru gestir kvikmyndahúsa árið 2001 alls: 1.507.609. Sýningarárið 2000-2001 sóttu 276.155 manns sýningar atvinnuleikhúsanna og 27.346 sáu sýningar áhugaleikhúsa. Aðsókn að kvikmyndahúsum á Íslandi er þess vegna um fi...
Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...
Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?
Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...
Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?
Nei, það er ekki heimilt að skrá lögheimili í sumarbústað, eða „frístundabyggð“ eins og sumarbústaðasvæði eru kölluð í lögum. Í lögum um lögheimili er tekið fram að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hafi fasta búsetu en á þeirri meginreglu eru þó nokkrar undantekningar. Þannig er dvöl í gistihúsi, fangels...
Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?
Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...
Hverjar eru helstu kenningar í sambandi við fjöldadauða í lok tríastímabilsins?
Talið er að aðeins fjórum til fimm sinnum í sögu jarðar hafi átt sér stað jafn umfangsmikill útdauði tegunda og varð í lok tríastímabils fyrir um 208 milljónum ára. Meira en 20% af þeim 300 ættum hryggleysingja og hryggdýra sem lifðu í sjó um þetta leyti dóu út. Einnig hefur verið sýnt fram á að landdýr urðu illa ...
Hvers vegna verður maður skjálfhentur?
Handskjálfti (e. hand tremor) getur haft margar mismunandi orsakir. Fólk á öllum aldri verður skjálfhent en vandinn hrjáir helst miðaldra og eldra fólk. Það stafar meðal annars af því að tíðni ýmissa sjúkdóma sem valda skjálfta eykst með aldri. Meðal mögulegra orsaka eru Eðlislægur skjálfti. Sterkar tilfinn...
Hvað er sannleikur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...
Eru hákarlar við Mallorca sem ráðast á fólk?
Mallorca tilheyrir Baleareyjum í Miðjarðarhafi, úti fyrir austurströnd Spánar. Alls lifa um 46 tegundir hákarla í Miðjarðarhafi, þar af 13 tegundir sem verða yfir þrír metrar á lengd. Það eru afar sjaldgæft að hákarlar ráðist á fólk við strendur Mallorca, eða annars staðar í Miðjarðarhafi, þrátt fyrir þær mill...
Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler?
Í svari Birgis Urbancics Ásgeirssonar við spurningunni Hvað er eigintíðni? segir:Allir hlutir hafa eigintíðni (e. natural frequency). Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Eigintíðni hlutar ákvarðast af efnaeiginleikum hlutarins ásamt lögun hans, mass...
Hvaðan er orðasambandið 'það kemur allt með kalda vatninu' upprunnið og hvað merkir það?
Orðasambandið það kemur allt með kalda vatninu er vel þekkt í nútíma máli en erfiðlega hefur gengið að ákvarða aldur þess. Engin dæmi er að finna í söfnum Orðabókarinnar og engin dæmi eru í nærtækum orðabókum eins og Íslenskri orðabók Eddu eða Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal. Það er notað um að eitthv...
Hvaðan er orðið ponta komið?
Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur. Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvað...
Hvað er rekill eða driver í tölvum og hvaða hlutverki gegnir hann?
Rekill (e. driver) sér um samskipti við vélbúnað í tölvum. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda svo hægt sé að nota hann. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda. Fjölmargir reklar eru til staðar í stýrikerfi tölvunnar. Þegar nýr hlutur er tengdur við tölvu ...