Allir hlutir hafa eigintíðni (e. natural frequency). Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Eigintíðni hlutar ákvarðast af efnaeiginleikum hlutarins ásamt lögun hans, massa, stærð og togi/spennu (e. tension) og er eigintíðnin mæld í hertsum (Hz) en sú mælieining er nefnd eftir þýska eðlisfræðingnum Heinrich Hertz (1857-1894). Eitt herts jafngildir einni sveiflu á sekúndu.En hvernig ná hlutir þessari tíðni? Hlutir fara að sveiflast þegar þeir verða fyrir til dæmis höggi eða bylgju. Hlutir geta þannig farið að sveiflast vegna hljóðs enda er hljóð bylgja sem berst um loftið.
Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler?
Útgáfudagur
5.6.2013
Spyrjandi
6. SJ í Setbergsskóla
Tilvísun
ÍDÞ. „Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65373.
ÍDÞ. (2013, 5. júní). Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65373
ÍDÞ. „Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65373>.