Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar finnur maður tölur um aðsókn Íslendinga á kvikmyndasýningar, leikhús, sundstaði og annað sem flokkast sem tómstundir?

JGÞ

Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast hagtölur af ýmsu tagi.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru gestir kvikmyndahúsa árið 2001 alls: 1.507.609.

Sýningarárið 2000-2001 sóttu 276.155 manns sýningar atvinnuleikhúsanna og 27.346 sáu sýningar áhugaleikhúsa.

Aðsókn að kvikmyndahúsum á Íslandi er þess vegna um fimm sinnum meiri en á leiksýningar.

Nánari upplýsingar er hægt að sækja á vef Hagstofunnar um menningarmál með því að velja efnisflokka vinstra megin á síðunni.

Hagstofan tekur ekki saman tölur um aðsókn að sundstöðum en hægt er að nálgast þær hjá sveitarfélögum. Á vef Reykjavíkurborgar er að finna árbók og í tíunda kafla hennar sem heitir Menning og tómstundir kemur fram að árið 2001 fóru 1.845.659 manns í sjö sundlaugar borgarinnar.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.9.2004

Spyrjandi

Sherry Curl

Tilvísun

JGÞ. „Hvar finnur maður tölur um aðsókn Íslendinga á kvikmyndasýningar, leikhús, sundstaði og annað sem flokkast sem tómstundir?“ Vísindavefurinn, 16. september 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4513.

JGÞ. (2004, 16. september). Hvar finnur maður tölur um aðsókn Íslendinga á kvikmyndasýningar, leikhús, sundstaði og annað sem flokkast sem tómstundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4513

JGÞ. „Hvar finnur maður tölur um aðsókn Íslendinga á kvikmyndasýningar, leikhús, sundstaði og annað sem flokkast sem tómstundir?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4513>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar finnur maður tölur um aðsókn Íslendinga á kvikmyndasýningar, leikhús, sundstaði og annað sem flokkast sem tómstundir?
Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast hagtölur af ýmsu tagi.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru gestir kvikmyndahúsa árið 2001 alls: 1.507.609.

Sýningarárið 2000-2001 sóttu 276.155 manns sýningar atvinnuleikhúsanna og 27.346 sáu sýningar áhugaleikhúsa.

Aðsókn að kvikmyndahúsum á Íslandi er þess vegna um fimm sinnum meiri en á leiksýningar.

Nánari upplýsingar er hægt að sækja á vef Hagstofunnar um menningarmál með því að velja efnisflokka vinstra megin á síðunni.

Hagstofan tekur ekki saman tölur um aðsókn að sundstöðum en hægt er að nálgast þær hjá sveitarfélögum. Á vef Reykjavíkurborgar er að finna árbók og í tíunda kafla hennar sem heitir Menning og tómstundir kemur fram að árið 2001 fóru 1.845.659 manns í sjö sundlaugar borgarinnar....