Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðasambandið það kemur allt með kalda vatninu er vel þekkt í nútíma máli en erfiðlega hefur gengið að ákvarða aldur þess. Engin dæmi er að finna í söfnum Orðabókarinnar og engin dæmi eru í nærtækum orðabókum eins og Íslenskri orðabók Eddu eða Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal.
Það er notað um að eitthvað eigi eftir að batna þótt síðar verði. Líklegast skýringin er sú að orðasambandið sé frá þeim tíma þegar byrjað var að leiða kalt vatn í hús. Áður höfðu menn þurft að sækja vatn í bæjarlækinn eða í brunna og vatnspósta. Mikil framför fylgdi því að fá rennandi vatn, hagur manna batnaði verulega og því ekki ólíklegt að menn hafi sagt: „Það kemur allt með kalda vatninu.“
Mynd:Norðurorka.is
Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðasambandið 'það kemur allt með kalda vatninu' upprunnið og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4016.
Guðrún Kvaran. (2004, 24. febrúar). Hvaðan er orðasambandið 'það kemur allt með kalda vatninu' upprunnið og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4016
Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðasambandið 'það kemur allt með kalda vatninu' upprunnið og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4016>.