Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 342 svör fundust
Er hægt að smitast af krabbameini?
Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæða...
Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?
Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...
Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?
Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í ...
Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?
Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Er geymslurými heilans óendanlegt?
Geymslurými heilans er endanlegt í bókstaflegum skilningi en hann virðist hins vegar margfalt stærri en það sem hann gæti nokkurn tímann þurft að muna. Stærð heilans ein og sér sýnist því ekki takmarka til dæmis minnisgetu hans. Upphafleg spurning var sem hér segir: Er það satt að geymslurými heilans sé óe...
Hvers vegna getur einstaklingur ekki ráðstafað öllum eignum sínum að vild í erfðaskrá, heldur þurfa 2/3 eigna að ganga til lögerfingja?
Gert er ráð fyrir því í spurningunni að 2 þriðjuhlutar eigna skuli alltaf ganga til lögerfingja. Það er ónákvæmt. Lögerfingjar eru þeir erfingjar sem erfa arfleifanda (hinn látna) ef engri erfðaskrá er til að dreifa. Ef arfleifandi á maka eða niðja ganga eignir hans til þeirra. Sé engum maka eða niðjum til að drei...
Getur lögregla gert upptækar einkaeignir starfsmanna þegar hún gerir húsleit í fyrirtækjum?
Lögregla og önnur stjórnvöld, til dæmis samkeppnis- og skattayfirvöld, geta gert húsleitir hjá fyrirtækjum sem liggja undir grun um lögbrot. Við slíkar leitir er oftast lagt hald á mikið magn af gögnum sem eru notuð til að sannreyna hvort þau brot sem fyrirtækið er grunað um hafi átt sér stað. Til slíkrar leitar þ...
Hvað vissu Evrópuþjóðir um Ísland á miðöldum?
Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur fólki á vesturströnd Noregs verið kunnugt um landið því sjálfsagt hafa verið stöðugar siglingar þangað. Einnig skiptir máli að langt fram eftir miðöldum var þungamiðja norska konungsríkisins á vesturströndinni því konungur hafði aðsetur í Björgvin. Í samanburði við Norðmenn voru...
Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?
Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að benda á ýmis gögn því til stuðnings að fólk noti all...
Hvað felst í drengskaparheiti, hefur það til dæmis eitthvert gildi í ráðningarsamningi?
Hugtakið drengskaparheit er notað í lögfræði og merkir loforð gefið að viðlögðum drengskap. Drengskapur hefur sömu merkingu í lögfræði og í almennri málnotkun, það er veglyndi, göfuglyndi eða heiður. Ef einhver heitir einhverju við drengskap sinn þá heitir sá hinn sami því að drengskapur hans sé í hættu ef hann ef...
Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?
Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins. Fremur lítið er vitað um notkun Íslend...
Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?
Í íslenskum rétti eru reglur um svokallaðan neyðarrétt sem geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu. Í neyðarrétti felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyr...
Hversu langt var fyrsta maraþonhlaupið og hversu öruggar heimildir eru um að það hafi raunverulega verið hlaupið á meðal Forngrikkja?
Fleiri en ein saga er til um Maraþonhlaupið og segir frá einni þeirra í riti gríska sagnaritarans Heródótosar sem fjallar um sögu Persastríðanna. Á 6. öld f.Kr. féll Lýdía, ríki Krösosar konungs, í Litlu-Asíu, þar sem í dag er Tyrkland. Persar tóku yfir veldi Krösosar og komust þá í snertingu við grísku borgríkin ...
Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks?
Geislun frá þráðlausu Interneti (e. WiFi) er á formi útvarpsbylgna, rétt eins og sjónvarps- og útvarpsútsendingar og bylgjur farsíma. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna. Með því að senda gögn þráðlaust á milli tölva losna menn við umstang sem fylgir snúrum og köplum. Þráðlausar gagnasendingar á milli töl...