Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?

Maren Albertsdóttir

Í íslenskum rétti eru reglur um svokallaðan neyðarrétt sem geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu. Í neyðarrétti felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Í því sambandi er til dæmis ekki útilokað að það teljist ekki brot á lögum að aka yfir hámarkshraða ef markmiðið er að bjarga lífi manns og er sá verknaður þá auk þess refsilaus. Ekkert einhlítt svar er aftur á móti við þeirri spurningu hvenær skilyrði neyðarréttar teljast uppfyllt heldur þarf að meta aðstæður og atvik í hverju máli fyrir sig.

Reglur um svokallaðan neyðarrétt geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu.

Í 13. gr. almennra hegningarlaga er að finna almennt lagaákvæði um neyðarrétt sem er svohljóðandi:
Það verk er refsilaust, sem nauðsyn bar til að unnið væri í þeim tilgangi að vernda lögmæta hagsmuni fyrir yfirvofandi hættu, þótt með því séu skertir aðrir hagsmunir, sem telja verður að miklum mun minni.

Í þessu ákvæði eru sett fram ýmis skilyrði sem koma til skoðunar við mat á því hvort verknaður hafi talist neyðarréttarverk og hafi þar með verið lögmætt og refsilaust. Þau skilyrði sem skipta hér mestu máli eru:
  • að umræddur verknaður þarf að vera nauðsynlegur. Í því felst að vægari eða mildari aðgerðir hefðu ekki dugað til að vernda þá hagsmuni sem um ræðir, til dæmis með því að kalla á lögreglu eða björgunarlið í stað þess að aka sjálfur of hratt eða undir áhrifum áfengis til þess að komast á sjúkrahús.
  • að lögmætir hagsmunir hafi verið til staðar sem verið er að vernda. Oftast reynir á einstaklingshagsmuni svo sem líf manna og heilsu, frelsi og friðhelgi einkalífs og eignir manna.
  • að yfirvofandi hætta hafi verið til staðar og hafi verið alvarleg, t.d. líf eða heilsa manna. Almennt myndu því væg meiðsli eða minniháttar veikindi ekki geta réttlætt slíkan hraðakstur.
  • að hagsmunir sem eru skertir eða fórnað þurfa að hafa verið minni en þeir sem verið var að vernda, t.d. getur hraðakstur eða ölvunarakstur fullnægt því skilyrði ef verið var að bjarga lífi slasaðra manna eða sjúkra.

Margoft hefur reynt á fyrir dómstólum hvort tiltekin verknaður hafi verið neyðarréttur, til dæmis hvort hægt sé að réttlæta ölvunarakstur við ákveðnar aðstæður meðal annars þegar koma hefur þurft slösuðu fólki undir læknishendur. Má almennt segja að dómstólar hafi við slíkt mat lagt mikla áherslu á að góðar aðstæður hafi verið til aksturs og ökumaður hafi sýnt fulla aðgætni þannig að umferðaröryggi sé sem minnst raskað við slíkar aðstæður.

Ef tjón verður af neyðarréttarverki þá er ekki útilokað að sá sem naut góðs af verkinu verði skaðabótaskyldur þrátt fyrir að það sé refsilaust. Þá er rétt að nefna að sérstakar reglur eru til um svokallaðan neyðarakstur (sbr. svar á Vísindavefnum: Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?). Ef ökutæki er notað við að flytja sjúkan mann eða slasaðan, og er greinilega auðkennt að framan með hvítri veifu, þá gilda sömu reglur og um ökutæki sem ætlað er til neyðaraksturs, til dæmis lögreglu- og sjúkrabíla. Sú skylda hvílir þó á ökumanni að tilkynna lögreglunni um aksturinn svo fljótt sem auðið er að akstri loknum, sbr. 3. mgr. 8. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Heimildir:
  • Almenn hegningarlög nr. 19/1940
  • Umferðarlög nr. 50/1987
  • Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III. Háskólaútgáfan 2004, bls. 140-139.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ef manneskja sem væri með mér í bíl myndi fá hjartaáfall eða væri að deyja, myndi ég þá vera að brjóta lögin ég myndi keyra yfir hámarkshraða til að bjarga lífi manneskjunar?

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

5.12.2013

Spyrjandi

Sveinn Sampsted

Tilvísun

Maren Albertsdóttir. „Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62624.

Maren Albertsdóttir. (2013, 5. desember). Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62624

Maren Albertsdóttir. „Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62624>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?
Í íslenskum rétti eru reglur um svokallaðan neyðarrétt sem geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu. Í neyðarrétti felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Í því sambandi er til dæmis ekki útilokað að það teljist ekki brot á lögum að aka yfir hámarkshraða ef markmiðið er að bjarga lífi manns og er sá verknaður þá auk þess refsilaus. Ekkert einhlítt svar er aftur á móti við þeirri spurningu hvenær skilyrði neyðarréttar teljast uppfyllt heldur þarf að meta aðstæður og atvik í hverju máli fyrir sig.

Reglur um svokallaðan neyðarrétt geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu.

Í 13. gr. almennra hegningarlaga er að finna almennt lagaákvæði um neyðarrétt sem er svohljóðandi:
Það verk er refsilaust, sem nauðsyn bar til að unnið væri í þeim tilgangi að vernda lögmæta hagsmuni fyrir yfirvofandi hættu, þótt með því séu skertir aðrir hagsmunir, sem telja verður að miklum mun minni.

Í þessu ákvæði eru sett fram ýmis skilyrði sem koma til skoðunar við mat á því hvort verknaður hafi talist neyðarréttarverk og hafi þar með verið lögmætt og refsilaust. Þau skilyrði sem skipta hér mestu máli eru:
  • að umræddur verknaður þarf að vera nauðsynlegur. Í því felst að vægari eða mildari aðgerðir hefðu ekki dugað til að vernda þá hagsmuni sem um ræðir, til dæmis með því að kalla á lögreglu eða björgunarlið í stað þess að aka sjálfur of hratt eða undir áhrifum áfengis til þess að komast á sjúkrahús.
  • að lögmætir hagsmunir hafi verið til staðar sem verið er að vernda. Oftast reynir á einstaklingshagsmuni svo sem líf manna og heilsu, frelsi og friðhelgi einkalífs og eignir manna.
  • að yfirvofandi hætta hafi verið til staðar og hafi verið alvarleg, t.d. líf eða heilsa manna. Almennt myndu því væg meiðsli eða minniháttar veikindi ekki geta réttlætt slíkan hraðakstur.
  • að hagsmunir sem eru skertir eða fórnað þurfa að hafa verið minni en þeir sem verið var að vernda, t.d. getur hraðakstur eða ölvunarakstur fullnægt því skilyrði ef verið var að bjarga lífi slasaðra manna eða sjúkra.

Margoft hefur reynt á fyrir dómstólum hvort tiltekin verknaður hafi verið neyðarréttur, til dæmis hvort hægt sé að réttlæta ölvunarakstur við ákveðnar aðstæður meðal annars þegar koma hefur þurft slösuðu fólki undir læknishendur. Má almennt segja að dómstólar hafi við slíkt mat lagt mikla áherslu á að góðar aðstæður hafi verið til aksturs og ökumaður hafi sýnt fulla aðgætni þannig að umferðaröryggi sé sem minnst raskað við slíkar aðstæður.

Ef tjón verður af neyðarréttarverki þá er ekki útilokað að sá sem naut góðs af verkinu verði skaðabótaskyldur þrátt fyrir að það sé refsilaust. Þá er rétt að nefna að sérstakar reglur eru til um svokallaðan neyðarakstur (sbr. svar á Vísindavefnum: Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?). Ef ökutæki er notað við að flytja sjúkan mann eða slasaðan, og er greinilega auðkennt að framan með hvítri veifu, þá gilda sömu reglur og um ökutæki sem ætlað er til neyðaraksturs, til dæmis lögreglu- og sjúkrabíla. Sú skylda hvílir þó á ökumanni að tilkynna lögreglunni um aksturinn svo fljótt sem auðið er að akstri loknum, sbr. 3. mgr. 8. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Heimildir:
  • Almenn hegningarlög nr. 19/1940
  • Umferðarlög nr. 50/1987
  • Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III. Háskólaútgáfan 2004, bls. 140-139.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ef manneskja sem væri með mér í bíl myndi fá hjartaáfall eða væri að deyja, myndi ég þá vera að brjóta lögin ég myndi keyra yfir hámarkshraða til að bjarga lífi manneskjunar?

...