Það verk er refsilaust, sem nauðsyn bar til að unnið væri í þeim tilgangi að vernda lögmæta hagsmuni fyrir yfirvofandi hættu, þótt með því séu skertir aðrir hagsmunir, sem telja verður að miklum mun minni.Í þessu ákvæði eru sett fram ýmis skilyrði sem koma til skoðunar við mat á því hvort verknaður hafi talist neyðarréttarverk og hafi þar með verið lögmætt og refsilaust. Þau skilyrði sem skipta hér mestu máli eru:
- að umræddur verknaður þarf að vera nauðsynlegur. Í því felst að vægari eða mildari aðgerðir hefðu ekki dugað til að vernda þá hagsmuni sem um ræðir, til dæmis með því að kalla á lögreglu eða björgunarlið í stað þess að aka sjálfur of hratt eða undir áhrifum áfengis til þess að komast á sjúkrahús.
- að lögmætir hagsmunir hafi verið til staðar sem verið er að vernda. Oftast reynir á einstaklingshagsmuni svo sem líf manna og heilsu, frelsi og friðhelgi einkalífs og eignir manna.
- að yfirvofandi hætta hafi verið til staðar og hafi verið alvarleg, t.d. líf eða heilsa manna. Almennt myndu því væg meiðsli eða minniháttar veikindi ekki geta réttlætt slíkan hraðakstur.
- að hagsmunir sem eru skertir eða fórnað þurfa að hafa verið minni en þeir sem verið var að vernda, t.d. getur hraðakstur eða ölvunarakstur fullnægt því skilyrði ef verið var að bjarga lífi slasaðra manna eða sjúkra.
- Almenn hegningarlög nr. 19/1940
- Umferðarlög nr. 50/1987
- Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III. Háskólaútgáfan 2004, bls. 140-139.
- File:Taxi and taxi driver.JPG - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 22.11.2013).
Ef manneskja sem væri með mér í bíl myndi fá hjartaáfall eða væri að deyja, myndi ég þá vera að brjóta lögin ég myndi keyra yfir hámarkshraða til að bjarga lífi manneskjunar?