Samkvæmt erlendum rannsóknum á hver Facebook-notandi að meðaltali 229 vini.
„Líkar”-hnappurinn og hvernig hann er notaður, eða ekki notaður, getur haft áhrif á samskipti fólks.
Margt bendir til að „líkar”-hnappurinn geti valdið deilum og vinslitum. Sumir taka það óstinnt upp ef tilteknir vinir sleppa því að rita athugasemdir við færslur eða gefa færslum þeirra og myndum ekki þumalinn upp. Fólki líður þá eins og verið sé að hunsa það. Sálfræðingar hafa líka varað við að afvinun (e. defriending) geti haft sömu sálrænu áhrifin á fólk eins og sambandsslit. Afvinun felur í sér að skorið er á tengslin á Facebook, iðulega án neinna útskýringa eða viðvörunar, og sá sem er afvinaður getur upplifað höfnun.