Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 600 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?

Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju strjúka kettir oft?

Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp regnhlífina?

Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig verður veðrið til?

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum? er ágætis útskýring á því hvað orsakar veður. Þar segir meðal annars: Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstraumur eða hreyfing ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hlátri?

“Ég gæti dáið úr hlátri” - eitthvað þessu líkt hefur verið sagt í að minnsta kosti 400 ár því í Oxford English Dictionary frá árinu 1596 er að finna setningu sem þar sem talað er um að deyja úr hlátri. En getur hlátur raunverulega dregið fólk til dauða? Á Wikipedia og fleiri vefsíðum eru taldir upp nokkrir eins...

category-iconOrkumál

Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?

Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkost...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Geta góðkynja æxli verið lífshættuleg?

Bæði góðkynja og illkynja æxli geta verið sprottin upp af mjög mismunandi vefjum innan líkamans, til dæmis frá þekjuvef, bein-, brjósk- eða mjúkvef, taugastoðvef og fleiri vefjum. Vefupprunanum er yfirleitt bætt við nafngift æxlanna. Ef um illkynja æxli er er að ræða, er endingunum –carcinoma eða –sarcoma bætt vi...

category-iconVísindi almennt

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í Vatnsdælu sögu, 3. kafla, er orðað "Nú ef þér verður sona auðið eða þínum sonum þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja og vænti eg mér þar gæða af og hefi eg það fyrir lífgjöfina." Hvað þýðir tiltakið "láttu eigi nafn mitt niðri liggja"? Í útgáfu Hins íslenska fornri...

category-iconLandafræði

Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?

Spurningin öll hljóðaði svona: Það er til enskt orð sem er „Eskir“. Það er notað um fjöll sem eru flöt á toppnum eins og þau sem umkringja Eskifjörð. Ég hef á tilfinninguni að enskir sjómenn fyrr á öldum hafi því gefið firðinum nafnið Eskirfjord. Eski = Askja. Askja er gömul eldstöð í enda fjarðarins og erfitt að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast matarlím húsblas?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...

category-iconNæringarfræði

Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?

Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mj...

category-iconSálfræði

Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?

Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?

Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?

Sögulegar ástæður Nú mætti færa fyrir því ýmis söguleg rök hvers vegna Tómasarguðspjall er ekki í Biblíunni. Það mætti til dæmis halda því fram að guðspjöll sem byggja á frásögum eins og guðspjöll Nýja testamentisins (að Jóhannesarguðspjalli meðtöldu) hafi notið vaxandi vinsælda á kostnað eldri rita sem þá ha...

Fleiri niðurstöður