Það er til enskt orð sem er „Eskir“. Það er notað um fjöll sem eru flöt á toppnum eins og þau sem umkringja Eskifjörð. Ég hef á tilfinninguni að enskir sjómenn fyrr á öldum hafi því gefið firðinum nafnið Eskirfjord. Eski = Askja. Askja er gömul eldstöð í enda fjarðarins og erfitt að sjá að Askja og Eski sé samnefnari. Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd?Um merkingu á „eski-“ eða „öskju-“ í örnefnum vísast í svör við spurningunum Hvað er þetta Eski í Eskifirði? og Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? sem áður hafa birst á Vísindavefnum. Um tilgátuna um að heiti Eskifjarðar gæti hafa borist hingað með enskum sjómönnum verður að segjast að það er ekki líklegt. Enskir sjómenn voru sannarlega fjölmennir við Íslandsstrendur á 15. öld, samanber svar við spurningunni Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?, en það eru litlar líkur á að nafngiftir þeirra á íslenskum fjöllum hefðu skilað sér þannig til landsmanna að þeir tækju ensk nöfn upp í stað fornra íslenskra örnefna.
- Mats Wibe Lund. (Sótt 5.05.2021). © Mats Wibe Lund. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi.