Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 309 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?

Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...

category-iconLögfræði

Getur lögregla gert upptækar einkaeignir starfsmanna þegar hún gerir húsleit í fyrirtækjum?

Lögregla og önnur stjórnvöld, til dæmis samkeppnis- og skattayfirvöld, geta gert húsleitir hjá fyrirtækjum sem liggja undir grun um lögbrot. Við slíkar leitir er oftast lagt hald á mikið magn af gögnum sem eru notuð til að sannreyna hvort þau brot sem fyrirtækið er grunað um hafi átt sér stað. Til slíkrar leitar þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?

Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr m...

category-iconLæknisfræði

Hvað er meðgöngueitrun og hvað veldur henni?

Allar þungaðar konur þurfa að láta mæla reglulega blóðþrýsting og magn eggjahvítuefna í þvagi. Þetta er gert til að fylgjast með því hvort konan fái meðgöngueitrun. Enn er ekki vitað hvers vegna um það bil ein af hverjum tíu konum fá meðgöngueitrun. Þess ber þó að geta að einungis ein af hverjum hundrað þunguð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er innflutningur skriðdýra til Íslands bannaður?

Almennt bann hefur ríkt við innflutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar. Bannið byggði upphaflega á alvarlegum sjúkdómstilfellum í fólki af völdum salmonellusmits sem rekja mátti með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra. Árið 1983 kom upp sýking af v...

category-iconVísindavefur

Er jörðin flöt?

Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og við hvaða skilyrði berst hafís til Íslands?

Nær allur hafís við Ísland er hingað kominn fyrir tilverknað hafstrauma og vinds. Það er aðeins í undantekningartilvikum sem hann myndast á hafsvæðum skammt undan ströndum landsins. Líkur á að hafís komi upp að ströndum landsins ráðast að mestu af tveimur þáttum: a) Heildarflatarmáli íss við Austur-Grænland og b) ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?

Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á lan...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19?

Upprunalega spurningarnar hljómuðu svona: Ein spurning varðandi COVID-19 og bóluefni. Er hægt að mæla eða sjá hvort að bólusettir einstaklingar hafi komist í tæri við veiruna en ekki sýkst? Sem sagt að bóluefnið hafi virkað. (Herborg) Tvær spurningar? Er möguleiki á að fólk geti verið með COVID-19-sjúkdóminn án þe...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru enn til ófundin frumefni og gæti eitthvert þeirra verið stöðugt?

Fundin hafa verið 112 frumefni. Svarið við spurningunni er í stuttu máli: Já, líklega er hægt, með miklum tilkostnaði, að búa til ný frumefni en að öllum líkindum væri ekkert þeirra stöðugt. Hér á eftir er fjallað nánar um sögu frumefnanna. Rússneski efnafræðingurinn Mendelejev lagði grunninn að lotukerfi frume...

category-iconSálfræði

Er sannað að greindarpróf verki?

Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...

category-iconLæknisfræði

Til hvers er umskurður?

Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um geitunga, þeirra á meðal: Eru vespur og geitungar líklegar til þess að stinga mann á sumrin?Deyja geitungar þegar þeir stinga?Hvað verður um geitunga þegar þeir eru búnir að stinga mann? Hvers vegna ráðast geitungar á fólk?Er hættulegt að verða fyrir geitungastung...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?

Carambolatréð (Averrhoa carambola) er upprunnið í Austur-Indónesíu (Sri Lanka og Mólúkkaeyjum). Þetta er þétt, sumargrænt tré sem nær um það bil 6-9 metra hæð og gefur af sér ávöxt sem einnig er nefndur Carambola. Tréð vex á heitum og rökum slóðum þar sem rigning er nokkuð jöfn allt árið. Stálpuð tré þola vægt fr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er salmonella?

Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S...

Fleiri niðurstöður