Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1141 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?

Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...

category-iconHugvísindi

Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?

Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?

Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Heil og sæl, við erum nemendur í grunnskóla og erum að vinna verkefni um Jósef Stalín. Við vorum að velta fyrir okkur hvaða hluti hann hefur gert sem hafa leitt til góðs. Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár. Á Vísindavefnum hefur áður verið f...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?

Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...

category-iconFélagsvísindi

Get ég stofnað fyrirtæki um reksturinn á mínu eigin heimili og dregið kostnaðinn frá skatti?

Það kann að vera freistandi að líta á heimili sem fyrirtæki og draga rekstrarkostnaðinn frá tekjum en það er þó ekki hægt. Skýringin er einföld: Þegar tekjuskattsstofn er reiknaður má einungis draga rekstrarkostnað frá tekjum fyrirtækja. Rekstrarkostnaður er skilgreindur sem þau gjöld sem eiga að ganga t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna tölum við um 21 barn í eintölu en 22 börn í fleirtölu?

Í íslensku er vaninn að láta nafnorð (og sögn) standa í eintölu með tölunni 21, 31, 41 og svo framvegis. Er þá talan einn í samsetta töluorðinu, í þessu dæmi tuttugu og einn, látinn ráða ferðinni, það er tuttugu að viðbættum einum. Hugsunin er því tuttugu börn og eitt barn sem rennur saman í tuttugu og eitt ba...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt ryksuga en ekki ryksjúga?

Bæði nafnorðið ryksuga og sögnin að ryksuga eru fengin að láni úr dönsku. Þegar Íslendingar kynntust verkfærinu støvsuger og verknaðinum að støvsuge þýddu þeir fyrri liðinn støv réttilega sem ‘ryk’ en síðari liðurinn var aðeins aðlagaður með því að skipta á -e og -a í sögninni og -er og -a í nafnorðinu. Þannig var...

category-iconHugvísindi

Hversu gamalt er máltækið „sá á kvölina sem á völina?“ og hvað þýðir það?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um máltækið er úr riti eftir Jón Rúgmann frá miðri 17. öld: kuöl á sá sem völ á. Litlu yngra er dæmi úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar: Sá á Kvölena, sem á Völena. Merking málsháttarins liggur í því að erfitt getur verið að velja milli fólks, hluta...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er orðið testamenti viðurkennt sem íslenska?

Upphafleg spurning var á þessa leið: „Hver er ástæða þess að ekki hefur í seinni tíð verið hróflað við hinu augljósa tökuorði 'testamenti'? Hví var 'vitnisburður' eða orð sams konar merkingar ekki notað frá upphafi?“ Orðið testamenti er upphaflega tökuorð úr latínu og barst í málið með fornum kirkjulegum ver...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað heitir japanska fyrirbærið karaoke á íslensku?

Þótt orðið karaoke sé ekki alveg nýtt í málinu hefur ekkert eitt íslenskt orð fest sem nýyrði yfir þetta hugtak. Í nýyrðabanka Íslenskrar málstöðvar eru fjögur orð sem þangað hafa borist. Þau eru: lagvísir, sem sennilega er þannig hugsað að það vísar á lagið, hjálpar til við að halda lagi tónhjarl, karlky...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hefur hundur farið til tunglsins?

Nei, hundur hefur aldrei farið til tunglsins. Sem kunnugt er fór tíkin Laika með flaug Sovétmanna, Spútnik 2, út í geiminn árið 1957 og það er líklega það lengsta sem hundur hefur komist frá jörðinni. Spútnik 2 komst á braut um jörðu í yfir 3.000 km hæð, en óvíst er hversu langt Laika fór í raun og veru því hú...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þýðir skammstöfunin DNA?

Skammstöfunin DNA stendur fyrir 'deoxyribonucleic acid' sem hefur verið þýtt sem deoxyríbósakjarnsýra á íslensku. Yfirleitt er þó einfaldlega talað um DNA sem erfðaefni allra lífvera. Skammstöfunin RNA stendur fyrir 'ribonucleic acid' eða ríbósakjarnsýru. Bæði DNA og RNA eru þess vegna kjarnsýrur en meginmun...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"?

Orðasambandið að eitthvað komi einhverjum spánskt fyrir sjónir 'e-m þykir e-ð undarlegt eða óvenjulegt' er kunnugt í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar en getur vel verið eldra þótt heimildir skorti. Heldur eldri heimildir, eða frá miðri 19. öld, eru til í Orðabók Háskólans um að einhverjum þyki eitthvað spán...

Fleiri niðurstöður