Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið bláhorn er vel þekkt allt frá því á síðari hluta 19. aldar. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans er verið að tala um bláhorn í kirkjugarði en einnig eru dæmi um bláhorn á bókarspjöldum og á húsgögnum, til dæmis borði eða skáp.
Fyrri liðurinn blá- er bæði notaður til að mynda nafnorð og lýsingarorð og er þá til áherslu. Sem dæmi um önnur nafnorð en bláhorn má nefna blánótt 'rétt aðeins nóttin', blábrún 'ysta brún', bláþráður 'örmjór þráður'. Sem dæmi um lýsingarorð má nefna bláfátækur eða blásnauður 'mjög fátækur', blánakinn 'alveg nakinn'.
Upphafleg notkun forliðarins blá- er um eitthvað sem er blátt, til dæmis blákaldur 'blár af kulda', blávatn 'hreint og ómengað vatn'. Hann hefur síðan breiðst út til annarra samsetninga.
Mynd:Islamic Relief
Guðrún Kvaran. „Af hverju er stundum talað um að 'skora í bláhornið'?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3888.
Guðrún Kvaran. (2003, 26. nóvember). Af hverju er stundum talað um að 'skora í bláhornið'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3888
Guðrún Kvaran. „Af hverju er stundum talað um að 'skora í bláhornið'?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3888>.