Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í íslensku er vaninn að láta nafnorð (og sögn) standa í eintölu með tölunni 21, 31, 41 og svo framvegis. Er þá talan einn í samsetta töluorðinu, í þessu dæmi tuttugu og einn, látinn ráða ferðinni, það er tuttugu að viðbættum einum.
Hugsunin er því tuttugu börn og eitt barn sem rennur saman í tuttugu og eitt barn. Í 22, 32, 42 og svo framvegis er síðari liðurinn tveir, það er tuttugu að viðbættum tveimur, og er þá eðlilegt að nafnorðið, sem fylgir, sé í fleirtölu. Í þessu dæmi tuttugu og tvö börn.
Ekki er sami siður í öllum málum. Í þýsku er til dæmis talað um ein und zwanzig Kinder (það er tuttugu og eitt börn), í ensku um twenty one children (það er tuttugu og eitt börn).
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna tölum við um 21 barn í eintölu en 22 börn í fleirtölu?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3868.
Guðrún Kvaran. (2003, 18. nóvember). Hvers vegna tölum við um 21 barn í eintölu en 22 börn í fleirtölu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3868
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna tölum við um 21 barn í eintölu en 22 börn í fleirtölu?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3868>.