Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Get ég stofnað fyrirtæki um reksturinn á mínu eigin heimili og dregið kostnaðinn frá skatti?

Gylfi Magnússon

Það kann að vera freistandi að líta á heimili sem fyrirtæki og draga rekstrarkostnaðinn frá tekjum en það er þó ekki hægt.

Skýringin er einföld: Þegar tekjuskattsstofn er reiknaður má einungis draga rekstrarkostnað frá tekjum fyrirtækja. Rekstrarkostnaður er skilgreindur sem þau gjöld sem eiga að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við. Önnur útgjöld má alla jafna ekki draga frá tekjum. Til dæmis má ekki draga einkaneyslu eigenda fyrirtækis frá tekjum fyrirtækisins, þó svo að fyrirtækið greiði fyrir neysluna.

Um þetta má lesa nánar í lögum um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75 frá árinu 1981 með síðari breytingum, sérstaklega grein 31.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.1.2003

Spyrjandi

Birkir Freyr Ólafsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Get ég stofnað fyrirtæki um reksturinn á mínu eigin heimili og dregið kostnaðinn frá skatti?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3003.

Gylfi Magnússon. (2003, 14. janúar). Get ég stofnað fyrirtæki um reksturinn á mínu eigin heimili og dregið kostnaðinn frá skatti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3003

Gylfi Magnússon. „Get ég stofnað fyrirtæki um reksturinn á mínu eigin heimili og dregið kostnaðinn frá skatti?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3003>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Get ég stofnað fyrirtæki um reksturinn á mínu eigin heimili og dregið kostnaðinn frá skatti?
Það kann að vera freistandi að líta á heimili sem fyrirtæki og draga rekstrarkostnaðinn frá tekjum en það er þó ekki hægt.

Skýringin er einföld: Þegar tekjuskattsstofn er reiknaður má einungis draga rekstrarkostnað frá tekjum fyrirtækja. Rekstrarkostnaður er skilgreindur sem þau gjöld sem eiga að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við. Önnur útgjöld má alla jafna ekki draga frá tekjum. Til dæmis má ekki draga einkaneyslu eigenda fyrirtækis frá tekjum fyrirtækisins, þó svo að fyrirtækið greiði fyrir neysluna.

Um þetta má lesa nánar í lögum um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75 frá árinu 1981 með síðari breytingum, sérstaklega grein 31.

Mynd:...