Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3193 svör fundust

category-iconHugvísindi

Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?

Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig var fyrsta forritið búið til ef það þarf forrit til að búa til forrit?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða forrit eru til fyrir forritun? Forrit eru búin til með hjálp annarra forrita Það er rétt að forrit eru notuð til að skrifa forrit. Til þess eru helst notaðir ritill og þýðandi. Þegar hafist er handa við smíð forrits er byrjað á að slá texta á tilteknu forritunarm...

category-iconMannfræði

Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur?

Svarið við þessari spurningu ræðst að sjálfsögðu af því hvaða merking lögð er í hugtakið menning og afsprengi þess, menningarlegur. Rétt er að vara lesendur við því að hér verður því haldið fram að holræsi séu mun menningarlegra fyrirbæri en sinfóníur. En fyrst örfá orð um menningu. Í enskumælandi löndum er ísl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?

Áður en spurningunni er svarað beint er vert að huga aðeins að orðanotkun. Orðasamböndin 'hrein mey' og 'hreinn sveinn' hafa löngum verið notuð um einstaklinga sem eru orðnir kynþroska en hafa ekki haft samfarir. Þessi orðanotkun hefur sætt gagnrýni enda felst í henni að kynlíf sé eitthvað óhreint og skítugt. Með ...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?

Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...

category-iconBókmenntir og listir

Notaðist Hómer við stuðlasetningu?

Í stuttu máli er svarið nei, stuðlasetning er ekki sérstakur þáttur í bragarhætti Hómers Kviður Hómers eru ortar undir sexliðahætti (hexametri), sem er líka stundum nefnt hetjulag á íslensku af því að frægustu kvæði sem ort hafa verið undir þessum hætti eru söguljóð (eða epískur kveðskapur), sem fjalla gjarnan ...

category-iconVísindavefur

Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?

Svarið er nei, þetta hefur ekki gerst svo að við vitum. Málið er að það er alltaf hægt að segja eitthvað "af viti" um spurninguna, hversu ólíklegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn. Hins vegar hafa okkur borist svo gríðarlega margar spurningar að við höfum ekki komist yfir að svara þeim öllum, en það er annað...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð fyrsta efnið til úr engu? (fyrst það var ekkert í byrjun)

Þessi spurning er auðvitað ekki auðveld viðureignar. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að "ekkert" hafi verið í byrjun þó að við vitum kannski ekkert um það. Í öðru lagi getur efni orðið til úr "engu", það er að segja að efni getur orðið til þar sem ekkert efni var fyrir. En til þess þarf hins vegar orku og þannig ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?

Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn?

Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) verpir á láglendi allt í kringum landið, meðfram ströndinni og við ár og vötn. Hann er meðal stærstu vaðfugla sem verpa hér á landi og er auðþekktur, svartur og hvítur að lit með rauðgulan gogg, bleikrauða fætur og hárauð augu. Hann lætur vel í sér heyra með gjallandi og hvellu b...

category-iconStærðfræði

Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%

Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...

category-iconVísindavefurinn

Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?

Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...

category-iconStærðfræði

Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærsta vinninginn í Víkingalottói?

Þessari spurningu er ekki einhlítt að svara. Dæmi sem þetta sýna hversu snúið getur verið að beita líkinda- og tölfræði á gagnlegan hátt. Líkur þess að maður verði fyrir eldingu eru hvorki óháðar því hver hann er né hvað hann gerir, auk þess sem að ákveða þarf til hvaða tímabils er tekið. Að sama skapi er auðvelt ...

category-iconLandafræði

Hvað eru til mörg lönd á jörðinni?

Í svari við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? kemur fram að það er ekki einfalt að gefa ákveðið svar við þessari spurningu. Þegar svarið var skrifað, árið 2000, var niðurstaðan sú að miða við 192 lönd, það er að segja þau 189 þjóðríki sem þá áttu aðild að Sameinuðu þjóðunum auk Sviss, Vatíkansi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er tala Grahams?

Tala Grahams er efra mark á stærð lausnar á ákveðnu vandamáli í Ramsey-fræði. Sú fræði heitir eftir stofnanda sínum, Frank P. Ramsey (1903 - 1930), og leitast við að svara spurningum um hversu marga hluti við þurfum að hafa til að fá ákveðna reglu eða byggingu í heildarsafn þeirra. Sem einfalt dæmi um vandamál í R...

Fleiri niðurstöður