Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur?

Arnar Árnason

Svarið við þessari spurningu ræðst að sjálfsögðu af því hvaða merking lögð er í hugtakið menning og afsprengi þess, menningarlegur. Rétt er að vara lesendur við því að hér verður því haldið fram að holræsi séu mun menningarlegra fyrirbæri en sinfóníur. En fyrst örfá orð um menningu.

Í enskumælandi löndum er íslenska hugtakið menning yfirleitt þýtt sem culture. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að í bók sinni Keywords benti fræðimaðurinn Raymond Williams á að culture er eitt flóknasta hugtak í enskri tungu. Hið sama má segja um íslenska orðið menningu. Þó má með mikilli einföldun greina á milli tvenns konar merkingar sem hugtakið hefur nú á dögum.

Í fyrsta lagi er þá menning sem listir og mennt. Hér vildu kannski sumir nota menningu sem safnorð yfir allt það besta sem mannsandinn hefur skapað. Einhverjir myndu tala um hámenningu og í sumum tungumálum væri jafnvel talað um Menningu með stórum staf og í eintölu. Í þessum skilningi er menning alþjóðleg, eða kannski óþjóðleg. Sinfóníur eru sennilega að flestra mati menningarlegar að þessu leyti.


Eru holræsi menningarleg?

Í annan stað er svo menning sem sú heild siða, venja, „þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags“ eins og hin Íslenska Alfræðiorðabók Arnar og Örlygs kallar það. Hér er átt við það sem stundum er kallað þjóðmenning, það er sú hugmynd að í heiminum megi greina á milli ótalmargra ólíkra menninga (með litlum staf og í fleiritölu) sem hver fyrir sig sé sérstök. Þessi hugmynd bjó til dæmis að baki kröfum Sambandslaganefndarinnar frá 1918 um að helstu rök Íslendinga fyrir pólitísku sjálfstæði væri sérstök menning þjóðarinnar (um þetta má lesa í bók Páls Skúlasonar Menning og sjálfstæði). Mikilvægt atriði í þessum skilningi á menningu er sú sannfæring að ólíkir þættir hverrar menningar séu á einhvern hátt fléttaðir saman.

Sé fallist á þetta má segja að holræsi séu menningarlegt fyrirbæri, og kannski menningarlegri en sinfóníur. Röksemdin væri sú að sinfóníur séu alþjóðlegt, eða óþjóðlegt fyrirbæri, en að holræsi mótist á hverjum stað af menningu samfélagsins sem hefur byggt þau. Á Íslandi fleyta holræsi því sem við teljum úrgang til sjávar, neðanjarðar og úr augsýn. Hér má auðvitað spyrja hvað sé úrgangur og benda á orð Mary Douglas (úr bókinni Purity and Danger) að drulla sé ekkert annað en efni á vitlausum stað (e. matter out of place). Í öðru samhengi er efnið sem holræsi bera í burtu ekkert annað en áburður. Eflaust má samt segja að sinfóníur séu líka menningarlegar í þessum sama skilningi þar sem þær hljóta að einhverju leyti að mótast af menningu þess sem semur þær.

Þá má hugleiða aðeins mikilvægi þess að holræsi eru neðanjarðar. Í okkar huga er neðanjarðar staður fyrir hið illa og hið óhreina. Þar var helvíti í gamla daga og er kannski enn. Nú getur maður ímyndað sér menningu þar sem paradís er neðanjarðar, eða þá ríki forfeðranna, eða annar sá staður þar sem ekki má valda raski eða fleyta í gegn úrgangi. Svo er ekki í þeim menningarsamfélögum þar sem holræsi eru neðanjarðar; samfélagið mótar holræsin og hlutverk þeirra, og í þeim skilningi eru holræsi menningarlegt fyrirbæri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

mannfræðingur

Útgáfudagur

16.3.2007

Spyrjandi

Bryndís Gylfadóttir, f. 1990

Tilvísun

Arnar Árnason. „Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2007, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6540.

Arnar Árnason. (2007, 16. mars). Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6540

Arnar Árnason. „Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2007. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6540>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur?
Svarið við þessari spurningu ræðst að sjálfsögðu af því hvaða merking lögð er í hugtakið menning og afsprengi þess, menningarlegur. Rétt er að vara lesendur við því að hér verður því haldið fram að holræsi séu mun menningarlegra fyrirbæri en sinfóníur. En fyrst örfá orð um menningu.

Í enskumælandi löndum er íslenska hugtakið menning yfirleitt þýtt sem culture. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að í bók sinni Keywords benti fræðimaðurinn Raymond Williams á að culture er eitt flóknasta hugtak í enskri tungu. Hið sama má segja um íslenska orðið menningu. Þó má með mikilli einföldun greina á milli tvenns konar merkingar sem hugtakið hefur nú á dögum.

Í fyrsta lagi er þá menning sem listir og mennt. Hér vildu kannski sumir nota menningu sem safnorð yfir allt það besta sem mannsandinn hefur skapað. Einhverjir myndu tala um hámenningu og í sumum tungumálum væri jafnvel talað um Menningu með stórum staf og í eintölu. Í þessum skilningi er menning alþjóðleg, eða kannski óþjóðleg. Sinfóníur eru sennilega að flestra mati menningarlegar að þessu leyti.


Eru holræsi menningarleg?

Í annan stað er svo menning sem sú heild siða, venja, „þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags“ eins og hin Íslenska Alfræðiorðabók Arnar og Örlygs kallar það. Hér er átt við það sem stundum er kallað þjóðmenning, það er sú hugmynd að í heiminum megi greina á milli ótalmargra ólíkra menninga (með litlum staf og í fleiritölu) sem hver fyrir sig sé sérstök. Þessi hugmynd bjó til dæmis að baki kröfum Sambandslaganefndarinnar frá 1918 um að helstu rök Íslendinga fyrir pólitísku sjálfstæði væri sérstök menning þjóðarinnar (um þetta má lesa í bók Páls Skúlasonar Menning og sjálfstæði). Mikilvægt atriði í þessum skilningi á menningu er sú sannfæring að ólíkir þættir hverrar menningar séu á einhvern hátt fléttaðir saman.

Sé fallist á þetta má segja að holræsi séu menningarlegt fyrirbæri, og kannski menningarlegri en sinfóníur. Röksemdin væri sú að sinfóníur séu alþjóðlegt, eða óþjóðlegt fyrirbæri, en að holræsi mótist á hverjum stað af menningu samfélagsins sem hefur byggt þau. Á Íslandi fleyta holræsi því sem við teljum úrgang til sjávar, neðanjarðar og úr augsýn. Hér má auðvitað spyrja hvað sé úrgangur og benda á orð Mary Douglas (úr bókinni Purity and Danger) að drulla sé ekkert annað en efni á vitlausum stað (e. matter out of place). Í öðru samhengi er efnið sem holræsi bera í burtu ekkert annað en áburður. Eflaust má samt segja að sinfóníur séu líka menningarlegar í þessum sama skilningi þar sem þær hljóta að einhverju leyti að mótast af menningu þess sem semur þær.

Þá má hugleiða aðeins mikilvægi þess að holræsi eru neðanjarðar. Í okkar huga er neðanjarðar staður fyrir hið illa og hið óhreina. Þar var helvíti í gamla daga og er kannski enn. Nú getur maður ímyndað sér menningu þar sem paradís er neðanjarðar, eða þá ríki forfeðranna, eða annar sá staður þar sem ekki má valda raski eða fleyta í gegn úrgangi. Svo er ekki í þeim menningarsamfélögum þar sem holræsi eru neðanjarðar; samfélagið mótar holræsin og hlutverk þeirra, og í þeim skilningi eru holræsi menningarlegt fyrirbæri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...