Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?

Geir Þ. Þórarinsson

Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því grísk menning hafði gríðarmikil áhif á rómverska menningu og samfélag. Eigi að síður er orðalagið svolítið villandi þar sem að áhrifa grískrar menningar var farið að gæta nokkru áður en Rómverjar hertóku Grikkland. Strax seint á 3. öld f. Kr. og snemma á 2. öld f. Kr var allt sem grískt var farið að vekja aðdáun rómverskra menntamanna og yfirstétta og áhrifin urðu sífellt meiri.

Afskipti Rómverja af Grikkjum

Rómverjar hófu fyrst að skipta sér af löndunum í austri í fyrsta Illýríu-stríðinu árið 229 f. Kr. en afskipti Rómverja í austri voru framan af lítil. Undir stjórn Luciusar Aemiliusar Paullusar, þann 22. júní árið 168 f. Kr., gjörsigraði rómverski herinn her Perseifs Makedóníukonungs í orrustunni við Pydnu. Árið 146 f. Kr. höfðu Rómverjar lagt undir sig meira eða minna allt það landsvæði sem nú tilheyrir Grikklandi enda þótt skattlandið Akkaia (Grikkland) hafi ekki orðið formlega til fyrr en árið 46 f.Kr. En þótt Grikkland hafi orðið að rómversku skattlandi var grísk menning ávallt sterkari í austurhluta Rómaveldis. Gríska var áfram opinbert mál, ekki aðeins í Grikklandi heldur einnig í öðrum rómverskum skattlöndum í austri.


Orrustan við Pydnu.

Í kjölfar herferða Rómverja til Grikklands jukust áhrif Grikkja á rómverska menningu nokkuð enda streymdu þá bækur og listmunir og jafnvel þrælar frá Grikklandi til Rómar. Eftir orrustuna við Pydnu hélt Aemilius Paullus sjálfur engu eftir af herfangi sínu öðru en bókasafni Perseifs konungs.

Latneskar bókmenntir

Grískra áhrifa gætti ekki síst í bókmenntum. Rómverska skáldið Quintus Ennius (239-169 f. Kr.), sem hefur verið nefndur faðir latnesks kveðskapar, var fyrsta rómverska skáldið sem orti undir sexliðahætti (eða hetjulagi) en það er sá bragarháttur sem meðal annars Hómerskviður voru ortar undir. Mörg glæsilegustu verk latnesks kveðskapar voru síðar ort undir sexliðahætti, til dæmis Eneasarkviða Virgils og Myndbreytingar Óvidíusar. Bæði Publius Vergilius Maro (70-19 f. Kr.) og Publius Ovidius Naso (43 f. Kr. – 17. e. Kr.), eins og þeir hétu fullum nöfnum, sóttu efnivið og fyrirmyndir að verulegu leyti í grískar bókmenntir. Eneasarkviða segir frá för kappans Eneasar frá Tróju til Ítalíu þar sem örlögin ætluðu honum að stofna ríki. Meðal afkomenda hans voru Rómúlus og Remus, en Rómúlus stofnaði Rómaborg, eins og kunnugt er. Í kvæðinu Eclogae sækir Virgill fyrirmynd sína meðal annars til kvæða gríska skáldsins Þeókrítosar (3. öld f.Kr.) en Myndbreytingar Óvidíusar hafa að geyma fjöldan allan af grísk-rómverskum og grískum goðsögum.

Óvidíus samdi einnig ástarkvæði undir elegískum hætti (eða tregalagi) en þá skiptast á línur undir sexliðahætti og fimmliðahætti. Ovidíus fylgir að þessu leyti skáldunum Corneliusi Gallusi (69-26 f. Kr.), Catullusi (84-54 f. Kr.), Sextusi Propertiusi (um 50-16 f. Kr.) og Albiusi Tibullusi (55-19 f. Kr.) sem höfðu einnig samið elegísk kvæði. Grikkir höfðu hins vegar fundið upp elegískan hátt undir lok áttundu aldar f. Kr. Meðal helstu grísku skáldanna sem sömdu kvæði undir elegískum hætti voru Tyrtajos, Sólon, Fókylídes, Kallínos, Þeognis og Mímnermos, sem sagt er að hafi fyrstur samið elegísk ástarkvæði.


Það voru ekki aðeins Rómverjar sem urðu fyrir áhrifum af grískri ljóðlist. Jónas Hallgrímsson orti kvæðið Ísland undir elegískum hætti sem upprunninn er í Grikklandi.

Gaius Valerius Catullus og Hóras höfðu báðir hermt eftir grískum skáldum og samið ljóð undir hinum ýmsu bragarháttum. Catullus sótti einkum innblástur til lærðra grískra skálda helleníska tímans og einnig til lýrískra skálda, einkum Saffóar. Tvö ljóða Catullusar eru raunar lauslegar þýðingar á grískum ljóðum, annað á ljóði eftir Saffó og hitt á ljóði eftir Kallímakkos (um 310-240 f.Kr.). Hóras sótti hins vegar fyrirmyndir sínar einkum til lýrískra skálda, einkum Arkilokkosar, Alkajosar og Hippónaxar, Saffóar, Anakreons og Pindarosar. Hann samdi ljóð undir jambískum hætti eins og Grikkirnir, fyrstur rómverskra skálda.

Rómverjar sömdu einnig leikrit en leikritun átti upphaf sitt í Grikklandi. Harmleikir urðu aldrei eins vinsælir meðal Rómverja og þeir höfðu verið meðal Grikkja en á hinn bóginn féllu gamanleikir betur í kramið hjá Rómverjum. Helstu leikritaskáld Rómverja voru Titus Maccius Plautus (um 250-184 f. Kr.) og Publius Terentius Afer (um 193-159 f. Kr.). Allir gamanleikirnir tuttugu sem varðveittir eru eftir Plautus og að minnsta kosti fjórir af sex gamaleikjum Terentiusar eru byggðir á grískum gamanleikjum.

Rómversk heimspeki

Segja má að öll rómversk heimspeki sé meira eða minna grísk heimspeki. Engin sérstök heimspekistefna varð til í Róm. Í fyrstu litu þó sumir Rómverjar gríska heimspekinga hornauga. Árið 155 f. Kr. fór sendinefnd grískra heimspekinga til Rómar. Í henni var, auk annarra, akademíski efahyggjumaðurinn Karneades (um 213-129 f.Kr.). Hann þótti skæður ræðumaður og afar sannfærandi en hann hneykslaði gamaldags Rómverja með því að halda einn daginn lofræðu um réttlætið en segja þann næsta að ekkert réttlæti væri til umfram mannasetningar. Heimspekingarnir voru reknir frá Róm en ekki varð spornað við því að áhrif grískrar heimspeki á rómverskt samfélag urðu æ meiri. Hægt er að lesa um gríska heimspeki í svari sama höfundar, Hver er saga grískrar heimspeki?


Skreyting á 15. aldar handriti af kvæðinu De rerum natura eftir Titus Lucretius Carus.

Rómverska skáldið Titus Lucretius Carus (98-55 f. Kr.) samdi kvæðið De rerum natura eða Um eðli hlutanna undir sexliðahætti í sex bókum. Þar reiðir hann fram heimspeki grikkjans Epikúrosar (341-270 f. Kr.) fyrir rómverska lesendur og áheyrendur. Lucretius var meðal allra fyrstu höfundanna sem fjölluðu um heimspeki á latínu. Epikúrisminn varð þó aldrei jafnvinsæll og jafnáhrifamikill og stóuspekin sem var önnur grísk heimspekistefna. Það má segja að stóuspekin hafi verið ríkjandi heimspekistefna í Róm frá annarri öld f. Kr. til loka annarrar aldar e. Kr. Meðal rómverskra heimspekinga sem aðhyltust stóuspeki má nefna Lucius Annaeus Seneca (4 f. Kr. – 65 e. Kr.), sem var ráðgjafi Nerós keisara, og Markús Árelíus (121-180 e. Kr.), sem var keisari í Róm 161-180 e. Kr. Þess má geta að rit Markúsar Árelíusar, Hugleiðingar (Meditationes), er skrifað á grísku.

Ein mikilvægasta heimildin fyrir stóuspeki helleníska tímans eru rit Marcusar Tulliusar Ciceros (106-43 f. Kr.). Cicero var undir töluverðum áhrifum frá stóuspeki en var þó öðru fremur akademískur efahyggjumaður. Akademísk efahyggja var sú heimspeki sem stunduð var í Akademíunni á 3.-1. öld f. Kr. Heimspekileg verk Ciceros eru öll í formi samræðna eins og ritverk gríska heimspekingsins Platons (427-347f. Kr.) en Cicero þýddi einnig samræðuna Tímajos eftir Platon.

Um Cicero má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hver var Cicero? Um gríska heimspeki má einnig lesa í svari sama höfundar við spurningunum Hvenær varð grísk heimspeki til?, Hvenær var blómatími grískrar heimspeki og hvenær lauk honum? og Hver er saga grískrar heimspeki?

Rómversk ræðumennska

Cicero var ekki einungis heimspekingur heldur var hann einnig stjórnmálamaður og einn frægasti ræðuskörungur Rómverja. Hann samdi rit bæði um mælskufræði og sögu ræðumennskunnar í Róm auk þess að gefa út fjölmargar af ræðum sínum. Menntun mælskumanna á tímum Ciceros fólst einkum í því að nema grísk fræði um mælskulist enda var nokkuð algengt að þeir sem á annað borð áttu þess kost héldu til Grikklands í nám. Sjálfur sótti Cicero fyrirmyndir sínar meðal annars til grískra ræðumanna, einkum Demosþenesar (384 – 322 f. Kr.).

Rómversk sagnaritun

Rómverskir sagnaritarar leituðu einnig fyrirmynda meðal Grikkja en þegar sagnaritun Rómverja hófst hafði hún lengi tíðkast meðal Grikkja og náð miklum þroska. Quintus Fabius Pictor, sem er venjulega talinn fyrsti rómverski sagnaritarinn, ritaði á grísku. Í kjölfar hans fylgdu fjölmargir sagnaritarar sem rituðu á latínu en sóttu margir fyrirmyndir sínar til Grikkja. Sagnaritarinn Gaius Sallustius Crispus (86-35 f. Kr.) reyndi til að mynda að líkja eftir gríska sagnaritaranum Þúkýdídesi (um 460/455-400 f.Kr.) og það gerði einnig Dio Cassius Cocceianus (um 155 – eftir 229).

Stafrófið

Engar af þeim bókmenntum sem minnst hefur verið á hefðu getað verið til ef Rómverjar hefðu ekki átt sér ritmál. Stafrófið fengu þeir frá Etrúrum sem aftur fengu það frá grískum nýlendubúum frá eynni Evboju. Engar menjar eru hins vegar um ritmál á Ítalíu frá því áður en grískir nýlendubúar settust þar að á 8. öld f. Kr. Lesendum er bent á svarið Get ég fengið að sjá gríska stafrófið? en þar má meðal annars lesa um grísk áhrif í íslensku máli.

Goðafræði Rómverja

Sumir rómversku guðanna og grísku guðanna áttu sér sameiginlegan uppruna. Þannig voru Seifur og Júpíter upphaflega sami indóevrópski guðinn. Hins vegar voru ekki allir rómversku guðirnir skyldir þeim grísku en urðu samt oftar en ekki fyrir áhrifum af grískum guðum og löguðu sig að þeim. Rómverska ástargyðjan Venus átti til dæmis annan uppruna en hin gríska Afródíta en varð um síðir nær sambærileg henni. Satúrnus er annað dæmi um ítalsk-rómverskan guð sem glataði eigin einkennum og varð að lokum rómversk útgáfa á hinum gríska Krónosi. Sömu sögu er að segja um Júnó, Ceres og Mars. Lesa má meira í svarinu Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum? eftir Unnar Árnason.

Byggingarlist

Rómverjar lærðu eitt og annað af Grikkjum í byggingarlist en sameinuðu það áhrifum frá Etrúrum. Frá Grikkjum fengu þeir meðal annars súlur í jónískum, dórískum og kórintustíl en frá Etrúrum fengu þeir bogann. Þessi bræðingur grískra og etrúrskra áhrifa er ef til vill það sem einkennir helst rómverska byggingarlist. Hringleikahúsin voru aftur á móti sérstök rómversk uppfinning. Hægt er að lesa um þau í svörunum Úr hverju og hvernig var hringleikahúsið í Róm byggt? eftir Björn Brynjúlf Björnsson og Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt? eftir HMH.


Byggingarstíll Herkúlesarhofsins í Róm er undir grískum áhrifum.

Samantekt

Af framansögðu má sjá að grísk áhrif á rómverska menningu voru bæði mikil og margvísleg. Grískra áhrifa gætti víða, til að mynda í byggingarlist og trúarbrögðum og í nær öllum bókmennta- og fræðigreinum, frá kveðskap og mælskulist til heimspeki og sagnaritunar. Latneska stafrófið var upprunalega komið frá því gríska og sumir rómverskir höfundar skrifuðu jafnvel á grísku.

Myndir

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

8.11.2005

Spyrjandi

Sandra Kristinsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5389.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 8. nóvember). Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5389

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5389>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?
Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því grísk menning hafði gríðarmikil áhif á rómverska menningu og samfélag. Eigi að síður er orðalagið svolítið villandi þar sem að áhrifa grískrar menningar var farið að gæta nokkru áður en Rómverjar hertóku Grikkland. Strax seint á 3. öld f. Kr. og snemma á 2. öld f. Kr var allt sem grískt var farið að vekja aðdáun rómverskra menntamanna og yfirstétta og áhrifin urðu sífellt meiri.

Afskipti Rómverja af Grikkjum

Rómverjar hófu fyrst að skipta sér af löndunum í austri í fyrsta Illýríu-stríðinu árið 229 f. Kr. en afskipti Rómverja í austri voru framan af lítil. Undir stjórn Luciusar Aemiliusar Paullusar, þann 22. júní árið 168 f. Kr., gjörsigraði rómverski herinn her Perseifs Makedóníukonungs í orrustunni við Pydnu. Árið 146 f. Kr. höfðu Rómverjar lagt undir sig meira eða minna allt það landsvæði sem nú tilheyrir Grikklandi enda þótt skattlandið Akkaia (Grikkland) hafi ekki orðið formlega til fyrr en árið 46 f.Kr. En þótt Grikkland hafi orðið að rómversku skattlandi var grísk menning ávallt sterkari í austurhluta Rómaveldis. Gríska var áfram opinbert mál, ekki aðeins í Grikklandi heldur einnig í öðrum rómverskum skattlöndum í austri.


Orrustan við Pydnu.

Í kjölfar herferða Rómverja til Grikklands jukust áhrif Grikkja á rómverska menningu nokkuð enda streymdu þá bækur og listmunir og jafnvel þrælar frá Grikklandi til Rómar. Eftir orrustuna við Pydnu hélt Aemilius Paullus sjálfur engu eftir af herfangi sínu öðru en bókasafni Perseifs konungs.

Latneskar bókmenntir

Grískra áhrifa gætti ekki síst í bókmenntum. Rómverska skáldið Quintus Ennius (239-169 f. Kr.), sem hefur verið nefndur faðir latnesks kveðskapar, var fyrsta rómverska skáldið sem orti undir sexliðahætti (eða hetjulagi) en það er sá bragarháttur sem meðal annars Hómerskviður voru ortar undir. Mörg glæsilegustu verk latnesks kveðskapar voru síðar ort undir sexliðahætti, til dæmis Eneasarkviða Virgils og Myndbreytingar Óvidíusar. Bæði Publius Vergilius Maro (70-19 f. Kr.) og Publius Ovidius Naso (43 f. Kr. – 17. e. Kr.), eins og þeir hétu fullum nöfnum, sóttu efnivið og fyrirmyndir að verulegu leyti í grískar bókmenntir. Eneasarkviða segir frá för kappans Eneasar frá Tróju til Ítalíu þar sem örlögin ætluðu honum að stofna ríki. Meðal afkomenda hans voru Rómúlus og Remus, en Rómúlus stofnaði Rómaborg, eins og kunnugt er. Í kvæðinu Eclogae sækir Virgill fyrirmynd sína meðal annars til kvæða gríska skáldsins Þeókrítosar (3. öld f.Kr.) en Myndbreytingar Óvidíusar hafa að geyma fjöldan allan af grísk-rómverskum og grískum goðsögum.

Óvidíus samdi einnig ástarkvæði undir elegískum hætti (eða tregalagi) en þá skiptast á línur undir sexliðahætti og fimmliðahætti. Ovidíus fylgir að þessu leyti skáldunum Corneliusi Gallusi (69-26 f. Kr.), Catullusi (84-54 f. Kr.), Sextusi Propertiusi (um 50-16 f. Kr.) og Albiusi Tibullusi (55-19 f. Kr.) sem höfðu einnig samið elegísk kvæði. Grikkir höfðu hins vegar fundið upp elegískan hátt undir lok áttundu aldar f. Kr. Meðal helstu grísku skáldanna sem sömdu kvæði undir elegískum hætti voru Tyrtajos, Sólon, Fókylídes, Kallínos, Þeognis og Mímnermos, sem sagt er að hafi fyrstur samið elegísk ástarkvæði.


Það voru ekki aðeins Rómverjar sem urðu fyrir áhrifum af grískri ljóðlist. Jónas Hallgrímsson orti kvæðið Ísland undir elegískum hætti sem upprunninn er í Grikklandi.

Gaius Valerius Catullus og Hóras höfðu báðir hermt eftir grískum skáldum og samið ljóð undir hinum ýmsu bragarháttum. Catullus sótti einkum innblástur til lærðra grískra skálda helleníska tímans og einnig til lýrískra skálda, einkum Saffóar. Tvö ljóða Catullusar eru raunar lauslegar þýðingar á grískum ljóðum, annað á ljóði eftir Saffó og hitt á ljóði eftir Kallímakkos (um 310-240 f.Kr.). Hóras sótti hins vegar fyrirmyndir sínar einkum til lýrískra skálda, einkum Arkilokkosar, Alkajosar og Hippónaxar, Saffóar, Anakreons og Pindarosar. Hann samdi ljóð undir jambískum hætti eins og Grikkirnir, fyrstur rómverskra skálda.

Rómverjar sömdu einnig leikrit en leikritun átti upphaf sitt í Grikklandi. Harmleikir urðu aldrei eins vinsælir meðal Rómverja og þeir höfðu verið meðal Grikkja en á hinn bóginn féllu gamanleikir betur í kramið hjá Rómverjum. Helstu leikritaskáld Rómverja voru Titus Maccius Plautus (um 250-184 f. Kr.) og Publius Terentius Afer (um 193-159 f. Kr.). Allir gamanleikirnir tuttugu sem varðveittir eru eftir Plautus og að minnsta kosti fjórir af sex gamaleikjum Terentiusar eru byggðir á grískum gamanleikjum.

Rómversk heimspeki

Segja má að öll rómversk heimspeki sé meira eða minna grísk heimspeki. Engin sérstök heimspekistefna varð til í Róm. Í fyrstu litu þó sumir Rómverjar gríska heimspekinga hornauga. Árið 155 f. Kr. fór sendinefnd grískra heimspekinga til Rómar. Í henni var, auk annarra, akademíski efahyggjumaðurinn Karneades (um 213-129 f.Kr.). Hann þótti skæður ræðumaður og afar sannfærandi en hann hneykslaði gamaldags Rómverja með því að halda einn daginn lofræðu um réttlætið en segja þann næsta að ekkert réttlæti væri til umfram mannasetningar. Heimspekingarnir voru reknir frá Róm en ekki varð spornað við því að áhrif grískrar heimspeki á rómverskt samfélag urðu æ meiri. Hægt er að lesa um gríska heimspeki í svari sama höfundar, Hver er saga grískrar heimspeki?


Skreyting á 15. aldar handriti af kvæðinu De rerum natura eftir Titus Lucretius Carus.

Rómverska skáldið Titus Lucretius Carus (98-55 f. Kr.) samdi kvæðið De rerum natura eða Um eðli hlutanna undir sexliðahætti í sex bókum. Þar reiðir hann fram heimspeki grikkjans Epikúrosar (341-270 f. Kr.) fyrir rómverska lesendur og áheyrendur. Lucretius var meðal allra fyrstu höfundanna sem fjölluðu um heimspeki á latínu. Epikúrisminn varð þó aldrei jafnvinsæll og jafnáhrifamikill og stóuspekin sem var önnur grísk heimspekistefna. Það má segja að stóuspekin hafi verið ríkjandi heimspekistefna í Róm frá annarri öld f. Kr. til loka annarrar aldar e. Kr. Meðal rómverskra heimspekinga sem aðhyltust stóuspeki má nefna Lucius Annaeus Seneca (4 f. Kr. – 65 e. Kr.), sem var ráðgjafi Nerós keisara, og Markús Árelíus (121-180 e. Kr.), sem var keisari í Róm 161-180 e. Kr. Þess má geta að rit Markúsar Árelíusar, Hugleiðingar (Meditationes), er skrifað á grísku.

Ein mikilvægasta heimildin fyrir stóuspeki helleníska tímans eru rit Marcusar Tulliusar Ciceros (106-43 f. Kr.). Cicero var undir töluverðum áhrifum frá stóuspeki en var þó öðru fremur akademískur efahyggjumaður. Akademísk efahyggja var sú heimspeki sem stunduð var í Akademíunni á 3.-1. öld f. Kr. Heimspekileg verk Ciceros eru öll í formi samræðna eins og ritverk gríska heimspekingsins Platons (427-347f. Kr.) en Cicero þýddi einnig samræðuna Tímajos eftir Platon.

Um Cicero má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hver var Cicero? Um gríska heimspeki má einnig lesa í svari sama höfundar við spurningunum Hvenær varð grísk heimspeki til?, Hvenær var blómatími grískrar heimspeki og hvenær lauk honum? og Hver er saga grískrar heimspeki?

Rómversk ræðumennska

Cicero var ekki einungis heimspekingur heldur var hann einnig stjórnmálamaður og einn frægasti ræðuskörungur Rómverja. Hann samdi rit bæði um mælskufræði og sögu ræðumennskunnar í Róm auk þess að gefa út fjölmargar af ræðum sínum. Menntun mælskumanna á tímum Ciceros fólst einkum í því að nema grísk fræði um mælskulist enda var nokkuð algengt að þeir sem á annað borð áttu þess kost héldu til Grikklands í nám. Sjálfur sótti Cicero fyrirmyndir sínar meðal annars til grískra ræðumanna, einkum Demosþenesar (384 – 322 f. Kr.).

Rómversk sagnaritun

Rómverskir sagnaritarar leituðu einnig fyrirmynda meðal Grikkja en þegar sagnaritun Rómverja hófst hafði hún lengi tíðkast meðal Grikkja og náð miklum þroska. Quintus Fabius Pictor, sem er venjulega talinn fyrsti rómverski sagnaritarinn, ritaði á grísku. Í kjölfar hans fylgdu fjölmargir sagnaritarar sem rituðu á latínu en sóttu margir fyrirmyndir sínar til Grikkja. Sagnaritarinn Gaius Sallustius Crispus (86-35 f. Kr.) reyndi til að mynda að líkja eftir gríska sagnaritaranum Þúkýdídesi (um 460/455-400 f.Kr.) og það gerði einnig Dio Cassius Cocceianus (um 155 – eftir 229).

Stafrófið

Engar af þeim bókmenntum sem minnst hefur verið á hefðu getað verið til ef Rómverjar hefðu ekki átt sér ritmál. Stafrófið fengu þeir frá Etrúrum sem aftur fengu það frá grískum nýlendubúum frá eynni Evboju. Engar menjar eru hins vegar um ritmál á Ítalíu frá því áður en grískir nýlendubúar settust þar að á 8. öld f. Kr. Lesendum er bent á svarið Get ég fengið að sjá gríska stafrófið? en þar má meðal annars lesa um grísk áhrif í íslensku máli.

Goðafræði Rómverja

Sumir rómversku guðanna og grísku guðanna áttu sér sameiginlegan uppruna. Þannig voru Seifur og Júpíter upphaflega sami indóevrópski guðinn. Hins vegar voru ekki allir rómversku guðirnir skyldir þeim grísku en urðu samt oftar en ekki fyrir áhrifum af grískum guðum og löguðu sig að þeim. Rómverska ástargyðjan Venus átti til dæmis annan uppruna en hin gríska Afródíta en varð um síðir nær sambærileg henni. Satúrnus er annað dæmi um ítalsk-rómverskan guð sem glataði eigin einkennum og varð að lokum rómversk útgáfa á hinum gríska Krónosi. Sömu sögu er að segja um Júnó, Ceres og Mars. Lesa má meira í svarinu Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum? eftir Unnar Árnason.

Byggingarlist

Rómverjar lærðu eitt og annað af Grikkjum í byggingarlist en sameinuðu það áhrifum frá Etrúrum. Frá Grikkjum fengu þeir meðal annars súlur í jónískum, dórískum og kórintustíl en frá Etrúrum fengu þeir bogann. Þessi bræðingur grískra og etrúrskra áhrifa er ef til vill það sem einkennir helst rómverska byggingarlist. Hringleikahúsin voru aftur á móti sérstök rómversk uppfinning. Hægt er að lesa um þau í svörunum Úr hverju og hvernig var hringleikahúsið í Róm byggt? eftir Björn Brynjúlf Björnsson og Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt? eftir HMH.


Byggingarstíll Herkúlesarhofsins í Róm er undir grískum áhrifum.

Samantekt

Af framansögðu má sjá að grísk áhrif á rómverska menningu voru bæði mikil og margvísleg. Grískra áhrifa gætti víða, til að mynda í byggingarlist og trúarbrögðum og í nær öllum bókmennta- og fræðigreinum, frá kveðskap og mælskulist til heimspeki og sagnaritunar. Latneska stafrófið var upprunalega komið frá því gríska og sumir rómverskir höfundar skrifuðu jafnvel á grísku.

Myndir

...