Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1097 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?

Það er ekki alls kostar rétt hjá spyrjanda að pylsur séu alltaf tíu saman í pakka því einnig er hægt að fá minni pakka sem innihalda aðeins fimm pylsur, alla vega frá sumum framleiðendum. Þar sem flestir borða saman eina pylsu og eitt pylsubrauð er því rökrétt að selja fimm brauð saman, en einn pakki af brauðum du...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þessi hlunnur í "hlunnfara" og "kominn á fremsta hlunn"?

Hlunnur er tré, hvalbein, viðarkefli eða eitthvað því líkt, sem sett var undir skipskjöl þegar skip eða bátur var settur fram eða dreginn á land til þess að létta undir með mönnum. Hlunnur var einnig notaður til að skorða með skip eða bát í fjöru. Fremsti hlunnurinn er sá sem næstur er sjávarmáli. Þegar bátur v...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu hratt kemst ljósið?

Ljós fer mjög hratt í tómarúmi, 300.000 (þrjú hundruð þúsund) kílómetra á sekúndu. Þetta er svo mikill hraði að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara mili tveggja staða á jörðinni. Ef við tökum sem dæmi tvo staði með 300 km fjarlægð milli þeirra, þá er ljósið einn þúsundasta ...

category-iconUnga fólkið svarar

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á merkingu orðtakanna 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?Orðið gafl er notað um vegginn fyrir enda húss, hússtafn, endafjalir í kassa, kistu eða rúmi og fleira af þeim toga. Orðasambandið að ganga af göflunum, sem notað er í merkingunni að 'missa...

category-iconSálfræði

Hvernig getum við hugsað?

Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því. Segulsneiðmy...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju grátum við?

Fólk grætur oft þegar eitthvað kemur því í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar það upplifir sorg, gleði eða sársauka. Það er hins vegar ekki vitað nákvæmlega hvers vegna þessi viðbrögð koma fram. Maðurinn er ekki eina lífveran sem gefur frá sér hljóð við hryggð eða sársauka því rannsóknir hafa sýnt að flest...

category-iconHugvísindi

Eru kýrhausar eitthvað sérstaklega skrýtnir, samanber máltækið "margt er skrýtið í kýrhausnum?"

Fátt er vitað um uppruna þessa máltækis. Það er ekki að finna í algengum málsháttasöfnum og það er ekki heldur í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920–1924 sem bendir til að starfsmenn verksins hafi ekki þekkt það. Annars hefðu þeir haft það með. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr skáldsögu Halldórs ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er koleinildi hættulegt mönnum?

Koleinildi, kolsýrlingur eða kolmonoxíð (CO) er lofttegund sem myndast við ófullkominn bruna, til dæmis vegna þess að hiti er ekki nógur, eldsneytið ekki nógu gott eða streymi súrefnis að brunanum ekki nægilegt. Í svari við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? segir Alda Ásgeirsdóttir þetta um sk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?

Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu?

Í heild hljóðar spurningin svona:Hvaðan kemur nafnið „Síða“ sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu og hver er upphafleg merking þess? Síða er eldfornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu. Nafnið kemur þegar fyrir í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða. Það merkir bókstaflega „hlið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?

Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’. Síðari liðurinn -sal er hvorugkynsorð dregið af sögninni að selja og merkir ‘sala’. Það þekkist í fornu máli en er ekki lengur notað ósamsett. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða skrýtnu skordýr eru þetta út um allt á Arnarnesinu núna í nóvember?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, ég sé ekki að ég geti sent mynd með spurningu og því sendi ég spurninguna hér. Getið þið sagt mér hvaða skordýr þetta er? Þetta er út um allt á Arnarnesinu. Ég ólst upp í sveit á Norðurlandi og hafði mikinn áhuga á skordýrum en hef aldrei séð þetta áður. Ég sé ekki væn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að orðin mæðgur, mæðgin og feðgar, feðgin, séu aðeins til í íslensku?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Eftir töluverða leit og samtöl við fólk frá hinum ýmsu löndum, bæði nær og fjær sýnist mér ekkert tungumál hafa orðin mæðgur, mæðgin, feðgar, feðgin. Það er hægt að finna feðgar í gömlum sænskum texta og á rúnasteinum. Veistu eitthvað um þessi orð? Talsvert er til í því en...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna kviknar strax ljós þegar ýtt er á takka?

Í almennu rafveitukerfi eru yfirleitt tvær leiðslur. Við getum hugsað okkur að önnur flytji rafstraum inn í raftækin en hin frá þeim og til baka til rafveitunnar. Rofinn á veggnum er hins vegar eins konar stífla í rásinni; þar slitnar hún. En þegar við ýtum á rofann færist leiðandi hlutur til inni í honum þannig a...

Fleiri niðurstöður