Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er koleinildi hættulegt mönnum?

JGÞ

Koleinildi, kolsýrlingur eða kolmonoxíð (CO) er lofttegund sem myndast við ófullkominn bruna, til dæmis vegna þess að hiti er ekki nógur, eldsneytið ekki nógu gott eða streymi súrefnis að brunanum ekki nægilegt.

Í svari við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? segir Alda Ásgeirsdóttir þetta um skaðsemi koleinildis:
Kolsýrlingur kemur í veg fyrir súrefnisflutning í blóðinu vegna þess að binding hans við rauðu blóðkornin er sterkari en binding súrefnis við þau. Þannig tekur kolsýrlingur þau sæti sem súrefninu eru ætluð. Þetta leiðir til vægrar fjölgunar rauðra blóðkorna, eins og líkaminn sé að reyna að bæta fyrir minnkaða súrefnisburðargetu. Fjölgun á rauðum blóðkornum leiðir til aukinnar seigju blóðsins sem getur valdið blóðtappamyndun og leitt til annarra alvarlegra blóðrásarsjúkdóma. Í blóði reykingarmanns hefur mælst allt upp í 15% kolsýrlingur en 50% mettun boðar bráðan dauða ef ekkert er að gert.

Koleinildi finnst til dæmis í útblæstri bíla og það er alveg lyktar- og litarlaust. Þegar menn reykja tóbak myndast líka koleinildi í ríkum mæli. Snertur af koleinildi getur valdið höfuðverk og sljóleika en í meira magni er það beinlínis baneitrað.

Þegar kolefni brennur fullkomnum bruna, það er við ofgnótt súrefnis, myndast hins vegar koltvíildi eða koltvíoxíð (CO2). Þetta efni er bæði ósýnilegt og lyktarlaust gas við venjulegan hita og raunar líka óskaðlegt lífverum að undanskildum gróðurhúsaáhrifum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

18.3.2009

Spyrjandi

Sólveig Rán Stefánsdóttir, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna er koleinildi hættulegt mönnum?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51982.

JGÞ. (2009, 18. mars). Hvers vegna er koleinildi hættulegt mönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51982

JGÞ. „Hvers vegna er koleinildi hættulegt mönnum?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51982>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er koleinildi hættulegt mönnum?
Koleinildi, kolsýrlingur eða kolmonoxíð (CO) er lofttegund sem myndast við ófullkominn bruna, til dæmis vegna þess að hiti er ekki nógur, eldsneytið ekki nógu gott eða streymi súrefnis að brunanum ekki nægilegt.

Í svari við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? segir Alda Ásgeirsdóttir þetta um skaðsemi koleinildis:
Kolsýrlingur kemur í veg fyrir súrefnisflutning í blóðinu vegna þess að binding hans við rauðu blóðkornin er sterkari en binding súrefnis við þau. Þannig tekur kolsýrlingur þau sæti sem súrefninu eru ætluð. Þetta leiðir til vægrar fjölgunar rauðra blóðkorna, eins og líkaminn sé að reyna að bæta fyrir minnkaða súrefnisburðargetu. Fjölgun á rauðum blóðkornum leiðir til aukinnar seigju blóðsins sem getur valdið blóðtappamyndun og leitt til annarra alvarlegra blóðrásarsjúkdóma. Í blóði reykingarmanns hefur mælst allt upp í 15% kolsýrlingur en 50% mettun boðar bráðan dauða ef ekkert er að gert.

Koleinildi finnst til dæmis í útblæstri bíla og það er alveg lyktar- og litarlaust. Þegar menn reykja tóbak myndast líka koleinildi í ríkum mæli. Snertur af koleinildi getur valdið höfuðverk og sljóleika en í meira magni er það beinlínis baneitrað.

Þegar kolefni brennur fullkomnum bruna, það er við ofgnótt súrefnis, myndast hins vegar koltvíildi eða koltvíoxíð (CO2). Þetta efni er bæði ósýnilegt og lyktarlaust gas við venjulegan hita og raunar líka óskaðlegt lífverum að undanskildum gróðurhúsaáhrifum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: