Eftir töluverða leit og samtöl við fólk frá hinum ýmsu löndum, bæði nær og fjær sýnist mér ekkert tungumál hafa orðin mæðgur, mæðgin, feðgar, feðgin. Það er hægt að finna feðgar í gömlum sænskum texta og á rúnasteinum. Veistu eitthvað um þessi orð?Talsvert er til í því en þó er það ekki alveg rétt. Í íslensku eru til orðin mæðgur um móður og dóttur eða dætur, mæðgin um móður og son eða syni, feðgar um föður og son eða syni og feðgin um föður og dóttur eða dætur. Í færeysku er notað feðgar um föður og son eða syni og møðgur um móður og dóttur eða dætur. Þar er ekki talað um feðgin eða mæðgin. Í öðrum skyldum málum eins og dönsku, ensku og þýsku er notast við faðir og sonur, faðir og dóttir, móðir og dóttir og móðir og sonur.
- Madonna with child and angels.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 11.4.2023).