Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fátt er vitað um uppruna þessa máltækis. Það er ekki að finna í algengum málsháttasöfnum og það er ekki heldur í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920–1924 sem bendir til að starfsmenn verksins hafi ekki þekkt það. Annars hefðu þeir haft það með. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr skáldsögu Halldórs Laxness Sjálfstæðu fólki sem fyrst var gefin út á árunum 1934–1935. Þar lætur hann Ólaf í Ystadal segja spekingslega: ,,Jæa, margt er skrýtið í kýrhausnum“ (6. útg. 1993:78). Ekki er með þessu sagt að Halldór hafi búið sambandið til en án efa hefur sagan ýtt undir notkun þess.
Lítið er vitað um upprauna þessa máltækis en elsta dæmi Orðabókar Háskólans um það er úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness.
Orðið kýrhaus er fyrir utan algengustu merkinguna ‘haus á kú’ notað um fólk. Í Ritmálssafni Orðabókarinnar eru aðeins tvö dæmi. Annað er úr bók eftir Stefán Júlíusson þar sem orðið er greinilega skammaryrði: ,,Hann var helvítis asnakjálki, þorskhaus, steinbítur og kýrhaus“ en hitt er úr viðtali í Morgunblaðinu 5. apríl 1964 þar sem viðmælandi svarar spyrjanda: ,,Nei, ég hafði alltaf lítið til sálarinnar, ég var óskapar kýrhaus.“ Ekki er alveg ljóst hvað átt er við, hvort viðmælandinn er að gera lítið úr þekkingu sinni eða hugrekki. Oft heyrist að kýr séu heimskar skepnur en ekki tel ég að bændur muni taka undir það.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Guðrún Kvaran. „Eru kýrhausar eitthvað sérstaklega skrýtnir, samanber máltækið "margt er skrýtið í kýrhausnum?".“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50733.
Guðrún Kvaran. (2009, 9. febrúar). Eru kýrhausar eitthvað sérstaklega skrýtnir, samanber máltækið "margt er skrýtið í kýrhausnum?". Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50733
Guðrún Kvaran. „Eru kýrhausar eitthvað sérstaklega skrýtnir, samanber máltækið "margt er skrýtið í kýrhausnum?".“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50733>.