Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2314 svör fundust

category-iconSálfræði

Stamar fólk þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt?

Það virðist mjög einstaklingsbundið hvort fólk stamar meira eða minna þegar það talar erlend tungumál. Langalgengast er þó að stamið aukist. Þekkt er að fólk stamar meira þegar það er óöruggt eða spennt og á það einnig við hér því að flestir eru óöruggari þegar þeir eru að tala annað tungumál en sitt eigið. Hins v...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er það siður að „gabba“ fólk fyrsta apríl?

Fyrsti apríl er haldinn „hátíðlegur“ víða um heim með tilheyrandi glettum og hrekkjum. Upprunann má að öllum líkindum rekja til miðalda en þá tíðkaðist í Evrópu að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Fyrsti apríl var áttundi og síðasti dagurinn í nýárshátíðinni, en samkvæmt fornri hefð Rómverja og Gyð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna notar fólk í prentiðnaði nær eingöngu Apple-tölvur?

Víðast hvar í heiminum notar meirihluti fyrirtækja í prentiðnaði Apple-tölvur. Ein ástæðan fyrir því er líklega sú að umbrotsforritið PageMaker, sem var í rauninni fyrsta forritið sem gerði notanda kleift að sjá hvað hann var að gera beint á skjánum, keyrir á Apple-tölvum. Einnig skiptir máli að á þeim áru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?

Svarið við fyrri spurningunni er nei, fæstar þeirra rúmlega 300 tegunda hákarla sem þekktar eru hafa orðið uppvísar að mannáti. Alls eru skráðar 42 tegundir hákarla sem ráðist hafa á menn, báta eða önnur sjóför á síðastliðnum fjórum öldum, þar af eru 24 tegundir sem vitað er að hafi gert slíkar árásir oftar en þrí...

category-iconSálfræði

Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?

Upphaflega var spurningin svona: Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk? Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama. Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðileg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar fólk segir 'frá blautu barnsbeini'?

Orðasambandið frá blautu barnsbeini þekkist allt frá fornu máli og merkir 'frá frumbernsku, alla ævi'. Lýsingarorðið blautur merkir hér 'linur, mjúkur', samanber dönsku blød, sænsku blöt 'linur, mjúkur', og vísar til þess að bein barna eru mýkri en bein fullorðinna. Bein merking er því 'allt frá því að beinin í be...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?

Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...

category-iconHugvísindi

Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?

Að undanförnu hef ég spurst fyrir um þennan rugling á orðunum apótek og bakarí en engan hitt sem kannast við hann. Ekki rengi ég þó að hann sé til því að vel er þekkt að fólk segi eitt ósjálfrátt en hafi ætlað að segja annað. Sjálf segi ég mjög oft febrúar þegar ég ætla að segja nóvember og öfugt og hef enga skýri...

category-iconLæknisfræði

Getur fólk fengið einkirningasótt þótt búið sé að fjarlægja hálskirtla?

Já, það er hægt að fá einkirningasótt (mononucleosis infectiosa) án þess að vera með hálskirtla. Hálskirtlarnir eru í raun ekki kirtlar heldur eitilvefur aftarlega í hálsinum. Þetta er ekki eini eitilvefurinn í hálsi því þar finnast einnig stakir eitlar sem líkt og hálskirtlarnir eru hluti af ónæmiskerfinu. Við ma...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?

John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.Down-heilkenni er kennt við breska lækninn John Langdon Down (1828-1896) sem var fyrstur til að lýsa því í grein sem hann birti árið 1866. Þá reyndu fræðimenn oft að flokka fólk í kynþætti eftir ýmsum útlitseinkennum, en sú flo...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því?

Það er ekki vitað algerlega fyrir víst hvað það er í áfengi sem gerir fólk háð því. Hins vegar eiga öll vímu- og ávanaefni það sameiginlegt að losa boðefnið dópamín á ákveðnum stað í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis ”umbunarkerfið” eða “fíknikerfið”. Losun á dópamíni í ...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju sýna ljósmyndir fólk fyrir rúmlega einni öld það alltaf svo alvörugefið? Hef heyrt að það hafi verið vegna þess að ljósop myndavéla var lengi opið og gat því mynd verið óskýr ef ekki var hægt að vera með einn svip - og þá var auðveldast að brosa ekki. Aðrir segja að fó...

category-iconHagfræði

Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum og hver er saga þeirra? (Fann allt um 500, 1000, 2000, 5000 og 10000 kr. seðlana). Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út. Þetta voru 10, 50, 100 og 500 krónu seðlar. Af þeim er nú að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er fólk að brynna músum þegar það grætur?

Orðasambandið að brynna músum merkir ‘að gráta, fella tár’ og þekkist frá síðari hluta 18. aldar. Sama er að segja um sambandið vatna músum í sömu merkingu sem nefnt er í orðabók Björns Halldórssonar (1814: 93). Báðar sagnirnar brynna og vatna eru notaðar um að gefa einhverjum að drekka. Orðasambandið að bryn...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur talan pí marga aukastafi og hverjir eru þeir?

Talan pí (π) er óræð tala eins og það er kallað í stærðfræði, en það merkir að hún verður ekki skrifuð sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Margir tengja pí sjálfsagt við brotið 22/7 en það er ekki "sama sem" pí í...

Fleiri niðurstöður