Einnig skiptir máli að á þeim árum sem prentiðnaðurinn var að tölvuvæðast voru Apple-tölvur taldar notandavænni en PC-tölvur. Enn önnur ástæða fyrir vinsældum Apple-tölva er að PostScript-prentrekillinn (e. driver) er betur þróaður fyrir hágæða prentvinnslu en sambærilegur rekill fyrir Windows-stýrikerfið á PC-tölvum. Litameðhöndlun í Windows-reklinum er ekki nægjanlega góð og hann er ekki eins stöðugur; býr ekki til nægilega áreiðanlegar PostScript-skrár til nota í prentiðnaðinum. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
- Hvenær kom fyrsta tölvan? eftir EDS
- Hver var fyrsta heimilistölvan og af hvaða gerð var hún? eftir Margréti Einarsdóttur
- Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti? eftir Ebbu Þóru Hvannberg
- Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? eftir EÖÞ og ÞV
- iMac tölva - Sótt 15.07.10