Fyrsta einkatölvan var framleidd tæpum 30 árum síðar og var hún, eins og fleiri sem fylgdu í kjölfarið, þannig að tölvuáhugamenn gátu keypt hana í hlutum og sett saman sjálfir. Fyrsta einkatölvan sem seld var samansett og tilbúin til notkunar var framleidd af tölvufyrirtækinu Apple og hét Apple II. Þetta var árið 1977. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
- Hvenær var fyrsta tölvan fundin upp, hver gerði það og hve öflug var hún? eftir Hjálmtý Hafsteinsson
- Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana? eftir Hauk Hannesson
- Hvað er tölva? eftir Hjálmtý Hafsteinsson
- Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá? eftir JGÞ
- Wikipedia.org. Sótt. 7.4.2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.