Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?

Sólrún Halla Einarsdóttir

John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.

Down-heilkenni er kennt við breska lækninn John Langdon Down (1828-1896) sem var fyrstur til að lýsa því í grein sem hann birti árið 1866. Þá reyndu fræðimenn oft að flokka fólk í kynþætti eftir ýmsum útlitseinkennum, en sú flokkun þykir nú hafa verið illa ígrunduð líkt og lesa má um í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? Meðal annars var svonefnd höfuðlagsfræði (e. phrenology) notuð við þessa flokkun og margir töldu að lögun höfuðkúpu segði til um vitsmunalega getu. Þýski vísindamaðurinn Johann Friedrich Blumenbach (1752-1840) skilgreindi undir lok 18. aldar fimm kynþættti sem hann taldi að unnt væri að flokka allt mannfólk í. Einn þeirra kallaði hann mongólíska (e. mongoloid) eða „gula“ kynþáttinn og taldi flestalla íbúa Austur-Asíu tilheyra honum.

Langdon Down var um tíma forstöðumaður vistheimilis fyrir andlega fatlað fólk. Hann kynntist hugmyndum Blumenbachs og datt í hug að hægt væri að skipta fólki með andlegar fatlanir í flokka eftir því með hverjum þessara kynþátta það ætti flesta sameiginlega eiginleika. Hann skipti vistmönnunum á heimilinu þar hann sem vann í slíka flokka, þó að þeir væru allir hvítir Evrópubúar, og byggði flokkunina á höfuðlagi og andlitsdráttum.

Þessi flokkun á fötluðum einstaklingum náði aldrei mikilli útbreiðslu fyrir utan einn flokkinn, þá sem Langdon Down taldi tilheyra mongólíska kynþættinum. Margir einstaklingar sem hann hafði rannsakað féllu í þann flokk og þeir höfðu fjölmörg sameiginleg einkenni, sem varð til þess að Langdon Down fjallaði sérstaklega um þá í grein sinni. Ljóst þykir af lýsingum hans að þarna var um einstaklinga með Down-heilkenni að ræða. Líklega taldi hann einstaklinga með Down-heilkenni tilheyra þessum flokki vegna þess að þeir hafa jafnan húðfellingu í innri augnkróki líkt og margir einstaklingar af austur-asískum uppruna.

Nú til dags þykir orðið mongólíti niðrandi.

Orðið mongólismi (e. mongolism) var viðurkennda heitið á Down-heilkenni langt fram á 20. öld. Á 7. áratugnum fóru ýmsar raddir að kalla eftir því að nýtt hugtak væri fundið. Orðið mongólismi byggði á kynþáttafordómum og var órökrétt, enda var löngu orðið ljóst að Down-heilkenni tengdist Mongólíu ekkert sérstaklega. Árið 1965 hætti Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin að nota hugtakið í ritum á sínum vegum eftir að mongólskir fulltrúar stofnunarinnar gerðu athugasemd við notkun þess og sögðu að sér þætti hún niðrandi. Orðinu var smám saman skipt út fyrir Down-heilkenni (e. Down syndrome). Nú til dags þykja orðin mongólismi og mongólíti niðrandi, bæði fyrir einstaklinga með Down-heilkenni og fyrir Mongóla, það er íbúa Mongólíu.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.10.2012

Spyrjandi

Gestur Gunnarsson, Edda Snorradóttir

Tilvísun

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?“ Vísindavefurinn, 18. október 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60861.

Sólrún Halla Einarsdóttir. (2012, 18. október). Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60861

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60861>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?

John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.

Down-heilkenni er kennt við breska lækninn John Langdon Down (1828-1896) sem var fyrstur til að lýsa því í grein sem hann birti árið 1866. Þá reyndu fræðimenn oft að flokka fólk í kynþætti eftir ýmsum útlitseinkennum, en sú flokkun þykir nú hafa verið illa ígrunduð líkt og lesa má um í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? Meðal annars var svonefnd höfuðlagsfræði (e. phrenology) notuð við þessa flokkun og margir töldu að lögun höfuðkúpu segði til um vitsmunalega getu. Þýski vísindamaðurinn Johann Friedrich Blumenbach (1752-1840) skilgreindi undir lok 18. aldar fimm kynþættti sem hann taldi að unnt væri að flokka allt mannfólk í. Einn þeirra kallaði hann mongólíska (e. mongoloid) eða „gula“ kynþáttinn og taldi flestalla íbúa Austur-Asíu tilheyra honum.

Langdon Down var um tíma forstöðumaður vistheimilis fyrir andlega fatlað fólk. Hann kynntist hugmyndum Blumenbachs og datt í hug að hægt væri að skipta fólki með andlegar fatlanir í flokka eftir því með hverjum þessara kynþátta það ætti flesta sameiginlega eiginleika. Hann skipti vistmönnunum á heimilinu þar hann sem vann í slíka flokka, þó að þeir væru allir hvítir Evrópubúar, og byggði flokkunina á höfuðlagi og andlitsdráttum.

Þessi flokkun á fötluðum einstaklingum náði aldrei mikilli útbreiðslu fyrir utan einn flokkinn, þá sem Langdon Down taldi tilheyra mongólíska kynþættinum. Margir einstaklingar sem hann hafði rannsakað féllu í þann flokk og þeir höfðu fjölmörg sameiginleg einkenni, sem varð til þess að Langdon Down fjallaði sérstaklega um þá í grein sinni. Ljóst þykir af lýsingum hans að þarna var um einstaklinga með Down-heilkenni að ræða. Líklega taldi hann einstaklinga með Down-heilkenni tilheyra þessum flokki vegna þess að þeir hafa jafnan húðfellingu í innri augnkróki líkt og margir einstaklingar af austur-asískum uppruna.

Nú til dags þykir orðið mongólíti niðrandi.

Orðið mongólismi (e. mongolism) var viðurkennda heitið á Down-heilkenni langt fram á 20. öld. Á 7. áratugnum fóru ýmsar raddir að kalla eftir því að nýtt hugtak væri fundið. Orðið mongólismi byggði á kynþáttafordómum og var órökrétt, enda var löngu orðið ljóst að Down-heilkenni tengdist Mongólíu ekkert sérstaklega. Árið 1965 hætti Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin að nota hugtakið í ritum á sínum vegum eftir að mongólskir fulltrúar stofnunarinnar gerðu athugasemd við notkun þess og sögðu að sér þætti hún niðrandi. Orðinu var smám saman skipt út fyrir Down-heilkenni (e. Down syndrome). Nú til dags þykja orðin mongólismi og mongólíti niðrandi, bæði fyrir einstaklinga með Down-heilkenni og fyrir Mongóla, það er íbúa Mongólíu.

Heimildir:

Myndir:...