John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.
Nú til dags þykir orðið mongólíti niðrandi.
Orðið mongólismi (e. mongolism) var viðurkennda heitið á Down-heilkenni langt fram á 20. öld. Á 7. áratugnum fóru ýmsar raddir að kalla eftir því að nýtt hugtak væri fundið. Orðið mongólismi byggði á kynþáttafordómum og var órökrétt, enda var löngu orðið ljóst að Down-heilkenni tengdist Mongólíu ekkert sérstaklega. Árið 1965 hætti Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin að nota hugtakið í ritum á sínum vegum eftir að mongólskir fulltrúar stofnunarinnar gerðu athugasemd við notkun þess og sögðu að sér þætti hún niðrandi. Orðinu var smám saman skipt út fyrir Down-heilkenni (e. Down syndrome). Nú til dags þykja orðin mongólismi og mongólíti niðrandi, bæði fyrir einstaklinga með Down-heilkenni og fyrir Mongóla, það er íbúa Mongólíu.