Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 884 svör fundust
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...
Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?
Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...
Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?
Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...
Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?
Karl Benediktsson er landfræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur komið allvíða við í rannsóknum sínum, en flestar þeirra hafa snúið að umhverfismálum í einhverjum skilningi, nánar tiltekið hinum flóknu tengslum fólks og náttúru og hvern...
Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?
Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðst um heiminn og benda gögn til að smitið hafi borist frá dýrum í menn í Kína undir lok síðasta árs. Fyrstu tilfelli óvenjulegrar lungnabólgu voru greind af lækninum Jixian Zhang á HICWM-spítalanum í Wuhan (e. Hubei Integrated Chinese and Western Medicine Hospital) þann 26. de...
Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?
Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga...
Hvenær voru lög um bann við ættarnöfnum samþykkt á Alþingi? Hvað yrði gert ef ég byggi til mitt eigið ættarnafn í dag?
Ættarnöfn komu mjög seint til sögunnar hér á landi og má heita að Íslendingar einir norrænna þjóða haldi hinum forna sið að kenna sig til föður eða móður. Er talið að fyrstu ættarnöfnin hér á landi séu frá 17. öld en þeim fjölgaði mjög á 19. öld vegna danskra áhrifa. Árið 1881 fluttu tveir alþingismenn frumvarp ti...
Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?
Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem e...
Hvernig fer passaskoðun fram þegar strangtrúaðar múslimakonur með blæju fyrir andlitinu eiga í hlut?
Eins og kunnugt er bera sumar strangtrúaðar múslimskar konur blæju sem þekur ekki eingöngu hár þeirra og axlir heldur einnig andlit þeirra. Ef ferðamenn eru þannig til fara liggur það í hlutarins eðli að erfitt er fyrir lögreglu og útlendingaeftirlit að sannreyna að manneskjan sem fer í gegnum vegabréfsskoðunina s...
Breytist útlit minka eftir árstíma eða kyni?
Útlit minka er breytilegt milli árstíða. Stafar það af breytingum á feldinum og líkamsástandi dýranna. Kynjamunur er á stærð minka en að öðru leyti eru kynin lík í útliti. Minkar fara úr hárum tvisvar á ári og nýr feldur vex. Þeir fara í sumarbúning í apríl og vetrarbúning í september og október. Nokkur mun...
Hvernig verða óshólmar til?
Óshólmar eru hluti af óseyrum, en þær myndast í náttúrunni þegar straumvatn fellur til hafs eða stöðuvatns. Óseyrar eru oft kvíslóttar og vogskornar, þannig að fram kemur fjöldi óshólma eða landeyja. Í hverri óseyri takast á uppbyggjandi starf árinnar sem flytur set að óseyrinni og niðurrif öldugangs og sjávarfal...
Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?
Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948) Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var o...
Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?
Dauðastjarfi (e. rigor mortis) er eitt einkenni andláts. Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast. Þetta kemur aðallega fram í stífum útlimum líksins og gerir það að verkum að erfitt er að hreyfa það. Hvenær dauðastjarfi hefst og hversu lengi hann varir...
Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?
Við innleiðslu svæfinga á fullorðnum og eldri börnum, eru yfirleitt notuð svæfingalyf, sem gefin eru í æð. Nú er lyfið propofol mest notað. Það virkar hratt, eða byrjar að verka eftir þann tíma, sem tekur lyfið að berast frá indælingarstað (venjulega bláæð á handlegg) til heilans. Hámarksverkun eftir einn innleiðs...
Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aftur?
Um virkni rafhlaðna er fjallað í svari við spurningunni Hvernig verka rafhlöður í farsímum? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Við forskaut í litínjónarafhlöðu eru litínfrumeindir (Li) milli laga af kolefnisfjölliðum (Cn) (mynd 1a). Við bakskautið eru hins vegar litínjónir (Li+) í kristallsgrind sem g...