Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948)
Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var ort á 8. öld fyrir Krist.

Ódysseifskviða eftir skáldið Hómer.

Í þúsundir ára hefur tíðkast að mönnum séu gefin nöfn og mannanöfn koma fyrir í elstu rituðum heimildum. Þótt meginhlutverk nafna sé að greina persónur hverja frá annarri liggja oft aðrar ástæður að baki nafngiftum. Gyðingar gáfu oft alvarlega veikum sjúklingi nýtt nafn í þeirri von að hann styrktist og gæti orðið að nýjum manni. Í Biblíunni eru dæmi um að nöfnum sé breytt til þess að merkingin hæfi nafnbera betur. Sumir þjóðflokkar trúa því að einstaklingur getir orðið nýr maður með því einu að breyta um nafn. Indíánaþjóðflokkur einn í Suður-Ameríku trúir því til dæmis að hver sá sem deyr af ættflokknum hafi undir höndum skrá með nöfnum ættingja sinna til þess að hann geti komið og sótt þá yfir í dauðraríkið. Til þess að koma í veg fyrir það taka ættingjarnir upp ný nöfn. Með því telja þeir sig hafa leikið á hinn látna og hann þekki þá ekki aftur.

Af því sem vitað er um nafngjafir og mikilvægi þeirra tel ég ólíklegt að til séu menningarheimar þar sem engin nöfn eru gefin. Þrátt fyrir leit hefur mér ekki tekist að finna heimildir um slíkt.

Heimildir:
  • Sveinbjörn Egilsson. 1948. Kviður Hómers. II. Bindi. Ódysseifskviða. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
  • Guðrún Kvaran. 1991. Formáli að verkinu Nöfn Íslendinga. Heimskringla, Reykjavík.
  • Kapla, Justin og Bernays, Anne. 1997. The Language of Names. Simon & Schuster, New York.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.7.2005

Síðast uppfært

11.7.2018

Spyrjandi

Linus Orri Gunnarsson Cederborg, f. 1989

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5132.

Guðrún Kvaran. (2005, 14. júlí). Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5132

Guðrún Kvaran. „Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5132>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948)
Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var ort á 8. öld fyrir Krist.

Ódysseifskviða eftir skáldið Hómer.

Í þúsundir ára hefur tíðkast að mönnum séu gefin nöfn og mannanöfn koma fyrir í elstu rituðum heimildum. Þótt meginhlutverk nafna sé að greina persónur hverja frá annarri liggja oft aðrar ástæður að baki nafngiftum. Gyðingar gáfu oft alvarlega veikum sjúklingi nýtt nafn í þeirri von að hann styrktist og gæti orðið að nýjum manni. Í Biblíunni eru dæmi um að nöfnum sé breytt til þess að merkingin hæfi nafnbera betur. Sumir þjóðflokkar trúa því að einstaklingur getir orðið nýr maður með því einu að breyta um nafn. Indíánaþjóðflokkur einn í Suður-Ameríku trúir því til dæmis að hver sá sem deyr af ættflokknum hafi undir höndum skrá með nöfnum ættingja sinna til þess að hann geti komið og sótt þá yfir í dauðraríkið. Til þess að koma í veg fyrir það taka ættingjarnir upp ný nöfn. Með því telja þeir sig hafa leikið á hinn látna og hann þekki þá ekki aftur.

Af því sem vitað er um nafngjafir og mikilvægi þeirra tel ég ólíklegt að til séu menningarheimar þar sem engin nöfn eru gefin. Þrátt fyrir leit hefur mér ekki tekist að finna heimildir um slíkt.

Heimildir:
  • Sveinbjörn Egilsson. 1948. Kviður Hómers. II. Bindi. Ódysseifskviða. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
  • Guðrún Kvaran. 1991. Formáli að verkinu Nöfn Íslendinga. Heimskringla, Reykjavík.
  • Kapla, Justin og Bernays, Anne. 1997. The Language of Names. Simon & Schuster, New York.

Mynd:...