Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1025 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?

Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...

category-iconLögfræði

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?

Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...

category-iconNæringarfræði

Hvort er hættulegra vatn eða gos?

Undir venjulegum kringumstæðum og við hóflega neyslu er hvorki vatn né gos beinlínis hættulegt. Hins vegar er það óumdeilt að það er miklu hollara fyrir okkur að drekka hreint vatn en gos. Vatn er okkur lífsnauðsynlegt, án þess getur maðurinn ekki lifað nema í örfáa daga. Vatnsþörfin er vissulega breytileg á mi...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Heildartala allra Íslendinga. Takk. Í svari við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? áætlar Gísli Gunnarsson að um 1.300.000 einstaklingar hafi fæðst á Íslandi frá landná...

category-iconEfnafræði

Er hvít málning þyngri en svört?

Já, því hvít málning hefur mun hærri eðlismassa en svört málning af sömu gerð. Ástæðan er sú að hvíta litarefnið, sem er títantvíoxíð (TiO2), hefur eðlismassa um 4,0 g/ml en svartur sótlitur sem er mikið notaður í svarta málningu hefur eðlismassa um 1,0 g/ml. Auk þess þarf mun meira af hvíta litarefninu en því sva...

category-iconHugvísindi

Hvað var vistarbandið?

Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?

Íslenski hesturinn er fremur smár reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg. Til samanburðar eru mörg önnur reiðhestakyn gjarnan um 160 cm á herðakamb og um og yfir 500 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk oft út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þyngd hestsins...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?

Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars. Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að komast í hann krappan“?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...

category-iconLæknisfræði

Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?

Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal a...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?

Meirihluti raforku þeirrar sem notuð er á Íslandi er framleidd í svokölluðum vatnsaflsvirkjunum. Hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo að vatn úr einni eða fleiri ám safnast saman í uppistöðulón aftan við stífluna. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatnið flæðir mjö...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?

Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...

category-iconEfnafræði

Hvaða mjólkurtegund hentar best sem mjólkurfroða í kaffi?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum frá sama spyrjanda:Af hverju freyðir G-mjólk en ekki venjuleg mjólk? Af hverju freyðir lífræn mjólk? Af hverju getur verið munur á framleiðslulotum lífrænnar mjólkur með tilliti til froðu? Mjólk samanstendur að mestu af eftirtöldum efnisþáttum: vatni, mjólkursykri, f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er efst á baugi?

Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að standa á gati?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur líkingin ,að standa á gati’? Samanber að geta ekki svarað spurningu. Orðasambandið standa á gati merkir ‘vera ráðalaus, geta engu svarað’. Einnig er notað vera á gati í sömu merkingu. Reka einhvern á gat er að spyrja einhvern um eitthvað sem hann getur ekki svarað...

Fleiri niðurstöður