Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað heita löndin sem við köllum Norðurlönd?
Þau sjálfstæðu ríki sem teljast til Norðurlandanna eru Danmörk (á dönsku Danmark), Finnland (á finnsku Suomi), Ísland, Noregur (á norsku Norge eða Noreg) og Svíþjóð (á sænsku Sverige). Íbúar Norðurlandanna eru samtals rúmlega 24 milljónir og hver þjóðanna hefur sína þjóðtungu þótt hluti Finna sé reyndar sænsku...
Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?
Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mi...
Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?
Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna. Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er ...
Af hverju notum við grenitré fyrir jólatré?
Um uppruna jólatrésins er flest á huldu, en talið er að rætur þess liggi í einhverskonar trjádýrkun djúpt í mannkynssögunni. Í Róm og víðar skreyttu menn til dæmis í fornöld hús sín um nýárið með grænum trjágreinum eða gáfu þær hver öðrum, og átti það að boða gæfu. Mistilteinninn í Englandi var afsprengi sömu hugs...
Er blóð í kjötinu sem við borðum?
Þessari spurningu er óhætt að svara neitandi. Strax eftir slátrun eru skrokkar blóðtæmdir, og eru þannig blóðlausir að mestu við frekari vinnslu. Sá rauði vökvi sem kemur í ljós þegar til dæmis léttsteikt nautakjöt er skorið er í raun bara blóðlitað vatn. Það er fyrst og fremst litað af mýóglóbíni eða vöðvarauða, ...
Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?
Skattar eru lagðir á með lögum sem sett eru af stjórnmálamönnum og rökstuðningurinn fyrir tilteknum skatti þarf ekki að vera annar en að það sé meirihluti fyrir honum á löggjafarþinginu. Það er þó hægt að tína til ýmsa kosti og galla við mismunandi skatta með hagfræðilegri greiningu og niðurstöður úr slíkri vinnu ...
Hvers vegna myndast stundum froða við strendur?
Froða er algeng á sumrin bæði við strendur stöðuvatna og sjávar. Hún myndast þegar vindur eða bárur sem brotna við ströndina þeyta saman lofti og vatni sem í eru lífræn efni. Efnin eru flest að uppruna úr smásæjum svifþörungum sem vaxa í yfirborðslaginu þar sem birtu nýtur. Sumar þörungategundir gefa frá sér l...
Eru til fleiri litir en við sjáum?
Í svari við spurningunni Hvað eru litir? kemur fram að samkvæmt skilningi eðlisfræði og stærðfræði eru litir óendanlega margir. Tilraunir á sjónskynjun manna benda hins vegar til þess að mannsaugað geti greint á milli einnar og tíu milljóna lita. Samkvæmt þessu eru litirnir augljóslega fleiri en við sjáum. S...
Eru til efni sem storkna við hitun?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Venjulega þarf að flytja varma inn í fast efni svo að það bráðni. Eru til efni sem storkna við aukinn hita?Já, reyndar. Rannsóknahópur við Fourier-háskólann í Grenoble hefur nýverið skrifað vísindagrein um efnablöndu með sérkennilega eiginleika. Í henni er alpha-cyclodext...
Af hverju kemur blóð þegar við dettum?
Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...
Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"?
Fyrr á tímum, þegar fólk var almennt bænræknara en nú gerist, leitaði það til Guðs um hjálp og styrk við erfiðleikum, sjúkdómum og öllu því sem það hrjáði. Það bað Guð um hjálp til að lifa sönnu kristnu lífi og breyta rétt gagnvart öðrum. Vissulega gera margir þetta enn, en upphrópunin ,,Guð hjálpi þér” heyrist sj...
Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum? Hér er einnig svarað spurningunum: Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því? Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári? Þegar...
Við hvað fást þeir sem stunda þroskasálfræði?
Þroskasálfræðingar fást við rannsóknir sem tengjast þroska eða sálrænum breytingum sem verða yfir æviskeiðið. Framan af var hugtakið þroskasálfræði nánast samheiti barnasálfræði en nú líta flestir svo á að þroskasálfræði taki til breytinga sem verða yfir alla ævina. Þannig er öldrun og öldrunarsálfræði hluti af þv...
Hvað er svona merkilegt við pendúl Foucaults?
Hugsum okkur að veðurfar væri þannig á jörðinni að við sæjum aldrei til himins vegna skýja. Mannkynið færi þá á mis við allar upplýsingar sem hægt er að afla með því að virða fyrir sér himininn dag og nótt, velta fyrir sér því sem þar er að sjá, mæla það út og skoða sem best. Hverju mundi þetta nú breyta í hugmynd...
Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?
Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...