Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?

Gylfi Magnússon

Skattar eru lagðir á með lögum sem sett eru af stjórnmálamönnum og rökstuðningurinn fyrir tilteknum skatti þarf ekki að vera annar en að það sé meirihluti fyrir honum á löggjafarþinginu. Það er þó hægt að tína til ýmsa kosti og galla við mismunandi skatta með hagfræðilegri greiningu og niðurstöður úr slíkri vinnu geta vitaskuld haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru í skattamálum. Oftast er einkum horft til þátta eins og þess hvernig skattbyrðin dreifist, það er hverjir greiða viðkomandi skatt, umframbyrði skattsins og hve mikilla tekna hann aflar í ríkissjóð.

Það er alla jafna talið slæmt við skatt ef hann veldur mikilli umframbyrði og um það geta menn verið sammála sama hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa. Í öðrum tilfellum fer mat manna á ágæti skatts og þeirra áhrifa sem hann hefur að miklu leyti eftir því hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa eða hvaða hópi þeir tilheyra. Það er vitaskuld tilhneiging til þess að styðja frekar skatta sem aðrir eiga að greiða en skatta sem leggjast þungt á mann sjálfan.

Þeir sem vilja að skattkerfið jafni að einhverju marki tekjur landsmanna telja slæmt ef skattur leggst þungt á lágtekjufólk en betra að hann leggist einkum á hátekjufólk, að öðru jöfnu. Þeir sem eru þeirrar skoðunar vilja væntanlega margir hverjir að hátekjuskattur sé lagður á. Þá eru sumir þeirrar skoðunar að skattar eigi almennt að vera lágir og ríkisútgjöld lítil en aðrir vilja meiri ríkisútgjöld og hærri skatta. Deilur um skatta á vettvangi stjórnmála endurspegla að talsverðu leyti mismunandi skoðanir sem þessar.

Hátekjuskattur eins og sá sem lagður er á hér á Íslandi hefur þann ókost að hann hækkar jaðarskatthlutfall, það er það hlutfall sem rennur til ríkisins af hverri krónu sem menn afla sér í viðbót. Það er almennt ókostur að jaðarskattar séu háir vegna þess að það gefur ríkan hvata til að komast hjá skattgreiðslum, með löglegum eða ólögmætum hætti. Umframbyrði þess að hafa hátt jaðarskatthlutfall getur því verið umtalsverð og það mælir gegn háu tekjuskattshlutfalli. Sömu rök mæla raunar gegn háu skatthlutfalli á öðrum vettvangi, svo sem háum virðisaukaskatti.

Reyndar er hér rétt að hafa í huga að jaðarskatthlutfall þeirra sem hafa lægri tekjur en svo að þeir eigi að greiða hátekjuskatt getur verið miklu hærra en jaðarskatthlutfall þeirra sem greiða hátekjuskatt. Skýringin er að ýmsar tilfærslur frá ríki og sveitarfélögum eru tekjutengdar, svo sem barnabætur, vaxtabætur, húsaleigubætur og margt fleira. Því eru margir í þeirri stöðu að jaðarskatthlutfall þeirra er miklu hærra en sem nemur lægra tekjuskattsþrepinu (að meðtöldu útsvari) þótt þeir greiði ekki hátekjuskatt vegna þess að bætur þeirra lækka þegar tekjur hækka. Það skiptir einstakling sem leggur harðar að sér til að afla meiri tekna engu máli hvort ráðstöfunartekjur hans aukast lítið vegna þess að skatturinn tekur hátt hlutfall af viðbótartekjunum eða vegna þess að ýmsar bætur eða styrkir sem hann fær lækka fyrir vikið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.6.2003

Spyrjandi

Atli Heimisson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3494.

Gylfi Magnússon. (2003, 11. júní). Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3494

Gylfi Magnússon. „Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3494>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?
Skattar eru lagðir á með lögum sem sett eru af stjórnmálamönnum og rökstuðningurinn fyrir tilteknum skatti þarf ekki að vera annar en að það sé meirihluti fyrir honum á löggjafarþinginu. Það er þó hægt að tína til ýmsa kosti og galla við mismunandi skatta með hagfræðilegri greiningu og niðurstöður úr slíkri vinnu geta vitaskuld haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru í skattamálum. Oftast er einkum horft til þátta eins og þess hvernig skattbyrðin dreifist, það er hverjir greiða viðkomandi skatt, umframbyrði skattsins og hve mikilla tekna hann aflar í ríkissjóð.

Það er alla jafna talið slæmt við skatt ef hann veldur mikilli umframbyrði og um það geta menn verið sammála sama hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa. Í öðrum tilfellum fer mat manna á ágæti skatts og þeirra áhrifa sem hann hefur að miklu leyti eftir því hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa eða hvaða hópi þeir tilheyra. Það er vitaskuld tilhneiging til þess að styðja frekar skatta sem aðrir eiga að greiða en skatta sem leggjast þungt á mann sjálfan.

Þeir sem vilja að skattkerfið jafni að einhverju marki tekjur landsmanna telja slæmt ef skattur leggst þungt á lágtekjufólk en betra að hann leggist einkum á hátekjufólk, að öðru jöfnu. Þeir sem eru þeirrar skoðunar vilja væntanlega margir hverjir að hátekjuskattur sé lagður á. Þá eru sumir þeirrar skoðunar að skattar eigi almennt að vera lágir og ríkisútgjöld lítil en aðrir vilja meiri ríkisútgjöld og hærri skatta. Deilur um skatta á vettvangi stjórnmála endurspegla að talsverðu leyti mismunandi skoðanir sem þessar.

Hátekjuskattur eins og sá sem lagður er á hér á Íslandi hefur þann ókost að hann hækkar jaðarskatthlutfall, það er það hlutfall sem rennur til ríkisins af hverri krónu sem menn afla sér í viðbót. Það er almennt ókostur að jaðarskattar séu háir vegna þess að það gefur ríkan hvata til að komast hjá skattgreiðslum, með löglegum eða ólögmætum hætti. Umframbyrði þess að hafa hátt jaðarskatthlutfall getur því verið umtalsverð og það mælir gegn háu tekjuskattshlutfalli. Sömu rök mæla raunar gegn háu skatthlutfalli á öðrum vettvangi, svo sem háum virðisaukaskatti.

Reyndar er hér rétt að hafa í huga að jaðarskatthlutfall þeirra sem hafa lægri tekjur en svo að þeir eigi að greiða hátekjuskatt getur verið miklu hærra en jaðarskatthlutfall þeirra sem greiða hátekjuskatt. Skýringin er að ýmsar tilfærslur frá ríki og sveitarfélögum eru tekjutengdar, svo sem barnabætur, vaxtabætur, húsaleigubætur og margt fleira. Því eru margir í þeirri stöðu að jaðarskatthlutfall þeirra er miklu hærra en sem nemur lægra tekjuskattsþrepinu (að meðtöldu útsvari) þótt þeir greiði ekki hátekjuskatt vegna þess að bætur þeirra lækka þegar tekjur hækka. Það skiptir einstakling sem leggur harðar að sér til að afla meiri tekna engu máli hvort ráðstöfunartekjur hans aukast lítið vegna þess að skatturinn tekur hátt hlutfall af viðbótartekjunum eða vegna þess að ýmsar bætur eða styrkir sem hann fær lækka fyrir vikið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...