Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er blóð í kjötinu sem við borðum?

Björn Sigurður Gunnarsson

Þessari spurningu er óhætt að svara neitandi. Strax eftir slátrun eru skrokkar blóðtæmdir, og eru þannig blóðlausir að mestu við frekari vinnslu. Sá rauði vökvi sem kemur í ljós þegar til dæmis léttsteikt nautakjöt er skorið er í raun bara blóðlitað vatn. Það er fyrst og fremst litað af mýóglóbíni eða vöðvarauða, sem er prótín, ekki ósvipað prótíninu hemóglóbíni eða blóðrauða, og inniheldur járnatóm sem notuð eru til að binda súrefni, sem er flutt í þessum prótínum.



Prótínið mýóglóbín verður eftir í vöðvanum þegar skepnunni er slátrað. Vöðvinn er síðan notaður til kjötvinnslu og við eldun tapast vökvi úr kjötinu sem er litaður af rauðleitu mýóglóbíni. Mögulegt er að einhverjar leifar séu einnig af hemóglóbíni í vöðvanum, til dæmis úr háræðum, en yfirleitt er þá aðeins um að ræða örlítið magn. Í sjálfdauðum skepnum verður ekki blæðing og blóðið getur safnast í stóra kekki í hræjum þeirra.

Mynd: Shamrock Genetics.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

22.5.2003

Spyrjandi

Hildur Helga, f. 1993

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er blóð í kjötinu sem við borðum?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3441.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2003, 22. maí). Er blóð í kjötinu sem við borðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3441

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er blóð í kjötinu sem við borðum?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3441>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er blóð í kjötinu sem við borðum?
Þessari spurningu er óhætt að svara neitandi. Strax eftir slátrun eru skrokkar blóðtæmdir, og eru þannig blóðlausir að mestu við frekari vinnslu. Sá rauði vökvi sem kemur í ljós þegar til dæmis léttsteikt nautakjöt er skorið er í raun bara blóðlitað vatn. Það er fyrst og fremst litað af mýóglóbíni eða vöðvarauða, sem er prótín, ekki ósvipað prótíninu hemóglóbíni eða blóðrauða, og inniheldur járnatóm sem notuð eru til að binda súrefni, sem er flutt í þessum prótínum.



Prótínið mýóglóbín verður eftir í vöðvanum þegar skepnunni er slátrað. Vöðvinn er síðan notaður til kjötvinnslu og við eldun tapast vökvi úr kjötinu sem er litaður af rauðleitu mýóglóbíni. Mögulegt er að einhverjar leifar séu einnig af hemóglóbíni í vöðvanum, til dæmis úr háræðum, en yfirleitt er þá aðeins um að ræða örlítið magn. Í sjálfdauðum skepnum verður ekki blæðing og blóðið getur safnast í stóra kekki í hræjum þeirra.

Mynd: Shamrock Genetics.

...