Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Froða er algeng á sumrin bæði við strendur stöðuvatna og sjávar. Hún myndast þegar vindur eða bárur sem brotna við ströndina þeyta saman lofti og vatni sem í eru lífræn efni.
Efnin eru flest að uppruna úr smásæjum svifþörungum sem vaxa í yfirborðslaginu þar sem birtu nýtur. Sumar þörungategundir gefa frá sér lífræn efni sem eru í upplausn en algengara er að efnin berist í sjóinn (vatnið) þegar lífskeiði þörunganna er að ljúka og frumurnar að rofna. Þá berst frá þeim fjöldi efna, bæði vatnsleysanleg, til dæmis kolvetni, og vatnsfælin efni til dæmis fita. Vatnsfælnu efnin safnast oft í örþunnt yfirborðslag og lækka yfirborðsspennu líkt og sápa gerir.
Froða á Lahinch ströndinni á Írlandi.
Hvort froða myndast eða hve mikil fer eftir því hvernig háttar til með vind og einnig eftir magni lífrænna efna í vatninu. Froða er algengt vandamál á mörgum baðströndum við Norðursjó og talin tengjast blómum þörunga af tegundinni Phaeocystis. Froðan þekur þá strendur eða myndar skafla sem ná fullorðnu fólki stundum í mitti.
Froðan getur því verið fjölbreytileg efnablanda og oftast er hún óhrein, brúnleit, því í henni er einnig að finna leifar þörunga og ýmsar aðrar agnir.
Mynd:
" target="_blank">Lahinch ströndin
Jón Ólafsson. „Hvers vegna myndast stundum froða við strendur?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4437.
Jón Ólafsson. (2004, 3. ágúst). Hvers vegna myndast stundum froða við strendur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4437
Jón Ólafsson. „Hvers vegna myndast stundum froða við strendur?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4437>.