Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 427 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er heitt á tunglinu?

Við sjáum tunglið vel vegna þess að það endurkastar geislum sólarinnar. Enginn getur lifað á tunglinu því að þar er ekkert loft og þess vegna ekki heldur neitt súrefni. Lofthjúpur mundi líka halda hitastiginu sæmilega stöðugu en það er mjög breytilegt. Yfirborð tunglsins hitnar þegar það snýr að sólinni og þá ...

category-iconNæringarfræði

Er blóð í kjötinu sem við borðum?

Þessari spurningu er óhætt að svara neitandi. Strax eftir slátrun eru skrokkar blóðtæmdir, og eru þannig blóðlausir að mestu við frekari vinnslu. Sá rauði vökvi sem kemur í ljós þegar til dæmis léttsteikt nautakjöt er skorið er í raun bara blóðlitað vatn. Það er fyrst og fremst litað af mýóglóbíni eða vöðvarauða, ...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér allt um járn?

Járn hefur sætisgildið 26 í lotukerfinu og það er táknað með stöfunum Fe. Atómmassi þess er 55,845 en eðlismassinn er 7,847 g/cm3. Bræðslumark járns er 1538°C en suðumarkið 2861°C. Járn er frumefni sem hefur verið til frá ómunatíð. Járn er lífsnauðsynlegt fyrir lífverur þar sem járn í blóðrauðanum sér um að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi?

Langflestar slöngutegundir verpa eggjum eins og önnur skriðdýr, fuglar og froskdýr. Á fræðimáli nefnist þannig fæðing oviparous. Þó eru til slöngutegundir sem fæða lifandi eða „kvika unga“, á fræðimáli heitir sú fæðing viviparous. Þá hafa slöngurnar þróað einhvers konar legköku sem miðlar næringu og súrefni ti...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er í kjarnorku?

Í grófum dráttum getum við sagt að orka sé hæfileiki til að framkvæma vinnu, það er til dæmis að færa hlut úr stað, auka hraða hans eða minnka eða breyta honum að öðru leyti, til dæmis stefnu. Við tölum meðal annars um staðarorku sem hlutur hefur vegna stöðu sinnar, hreyfiorku sem tengist hreyfingu hlutarins, varm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Anda flugur?

Flugur anda líkt og allar lífverur jarðar. Í líffræði er öndun skilgreind sem efnaferlar í lifandi verum sem stuðla að losun orku með sundrun næringarefna. Líkt og næringarnám er öndun eitt af megineinkennum alls þess sem telst lifandi hér á jörðu. Eins og aðrar lífverur anda flugur þótt loftskipti hjá þeim geri...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?

Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...

category-iconLæknisfræði

Hvernig bregst líkaminn við súrefnisskorti í mikilli hæð?

Sífellt fleiri Íslendingar sækja í göngu- og fjallahjólaferðir, skíðaiðkun og fjallaklifur erlendis þar sem fjöll eru hærri en 2500 metrar yfir sjávarmáli, en í þeirri hæð getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?

Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þ...

category-iconEfnafræði

Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?

Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan. Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta ormar út að innan?

Ormalaga dýr af ýmsum ættum og tegundum hafa innyfli líkt og önnur dýr, til að mynda æðakerfi til að miðla súrefni til vefja og umfangsmikinn meltingarveg. Ef við beinum athyglinni að best þekktu ormunum í náttúru Íslands, ánamöðkum (oligochaeta), þá hafa þeir fjölmörg líffæri eins og sjá má á eftirfarandi yfirlit...

category-iconEfnafræði

Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?

Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllun...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar?

Svarið er já; það er tvímælalaust talið hugsanlegt að menn geti lifað á öðrum plánetum. Til þess þyrfti þó vafalítið "hjálp tækninnar" eins og spyrjendur segja, að minnsta kosti fyrst í stað. Við fyrstu sýn kann að virðast nauðsynlegt að skipta svarinu í tvennt eftir því hvort átt er við reikistjörnur í sólkerf...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna myndast sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur í glas af vatni þar sem enginn sykur mældist áður?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega að þetta gerist ekki. Hvorki vatn (H2O) né vetnisperoxíð (H2O2) innihalda kolefni (C) og því getur sykur ekki myndast með nokkru móti. Hér verður hins vegar svarað spurningunni "Hvers vegna mælist sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur út í glas...

category-iconVeðurfræði

Hver er eðlismassi lofts?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...

Fleiri niðurstöður