Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þess að fá fram frumstæðustu lífveru. Þessi fyrstu skref lífsins eru mönnum algerlega óþekkt og erfitt hefur reynst að setja fram sannfærandi tilgátur um þau. Því er líka ómögulegt að segja hve lengi menn þyrftu að bíða eftir fyrstu lífsmörkum ef þeir reyndu að líkja eftir aðstæðum á frumjörð. Þyrftu þeir að bíða í þúsundir eða milljónir ára? Enginn veit.
Þekking á lífinu eykst nú hröðum skrefum og hver veit nema vísindamönnum muni áður en langt um líður takast að leysa ráðgátuna um upphaf lífsins. Satt að segja er þó fátt sem bendir til þess að lausnin sé á næsta leiti.
Að öðru leyti er vísað til svars við spurningunni: Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?
Guðmundur Eggertsson. „Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=169.
Guðmundur Eggertsson. (2000, 29. febrúar). Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=169
Guðmundur Eggertsson. „Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=169>.