Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?

ÞV

Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan.


Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur í efnasambönd við súrefni loftsins og breytist í ýmsar gastegundir. Nýtt vax sogast í sífellu upp í kveikinn í stað þess sem hverfur út í loftið í kring með þessum hætti. Lesa má nánar um efnahvörfin sem verða í kertaloganum í svari Ágústs Kvaran á Vísindavefnum við spurningunni Hvað er kertalogi?

Til þess að kertið logi eðlilega er mikilvægt að þráðurinn geti flutt fljótandi vaxið hæfilega ört upp í logann. Þá skiptir bæði máli hversu gildur þráðurinn er, hvaða efni er í honum, hvers konar vax er notað og hversu svert kertið er. Ef þráðurinn yrði annars of mjór liggur beint við að hafa hann tvöfaldan.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.6.2000

Spyrjandi

Bjarki Þór Kjartansson

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=497.

ÞV. (2000, 7. júní). Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=497

ÞV. „Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=497>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?
Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan.


Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur í efnasambönd við súrefni loftsins og breytist í ýmsar gastegundir. Nýtt vax sogast í sífellu upp í kveikinn í stað þess sem hverfur út í loftið í kring með þessum hætti. Lesa má nánar um efnahvörfin sem verða í kertaloganum í svari Ágústs Kvaran á Vísindavefnum við spurningunni Hvað er kertalogi?

Til þess að kertið logi eðlilega er mikilvægt að þráðurinn geti flutt fljótandi vaxið hæfilega ört upp í logann. Þá skiptir bæði máli hversu gildur þráðurinn er, hvaða efni er í honum, hvers konar vax er notað og hversu svert kertið er. Ef þráðurinn yrði annars of mjór liggur beint við að hafa hann tvöfaldan....