Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur í efnasambönd við súrefni loftsins og breytist í ýmsar gastegundir. Nýtt vax sogast í sífellu upp í kveikinn í stað þess sem hverfur út í loftið í kring með þessum hætti. Lesa má nánar um efnahvörfin sem verða í kertaloganum í svari Ágústs Kvaran á Vísindavefnum við spurningunni Hvað er kertalogi? Til þess að kertið logi eðlilega er mikilvægt að þráðurinn geti flutt fljótandi vaxið hæfilega ört upp í logann. Þá skiptir bæði máli hversu gildur þráðurinn er, hvaða efni er í honum, hvers konar vax er notað og hversu svert kertið er. Ef þráðurinn yrði annars of mjór liggur beint við að hafa hann tvöfaldan.
Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?
Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur í efnasambönd við súrefni loftsins og breytist í ýmsar gastegundir. Nýtt vax sogast í sífellu upp í kveikinn í stað þess sem hverfur út í loftið í kring með þessum hætti. Lesa má nánar um efnahvörfin sem verða í kertaloganum í svari Ágústs Kvaran á Vísindavefnum við spurningunni Hvað er kertalogi? Til þess að kertið logi eðlilega er mikilvægt að þráðurinn geti flutt fljótandi vaxið hæfilega ört upp í logann. Þá skiptir bæði máli hversu gildur þráðurinn er, hvaða efni er í honum, hvers konar vax er notað og hversu svert kertið er. Ef þráðurinn yrði annars of mjór liggur beint við að hafa hann tvöfaldan.
Útgáfudagur
7.6.2000
Spyrjandi
Bjarki Þór Kjartansson
Tilvísun
ÞV. „Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=497.
ÞV. (2000, 7. júní). Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=497
ÞV. „Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=497>.