Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kertalogi?

Ágúst Kvaran

Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem C táknar kolefni, H táknar vetni og n og m geta verið ýmsar heilar tölur. Þær rofna einnig og mynda óstöðug lítil sameindabrot.

Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem kemur fram með tvennum hætti, sem ljósorka og varmaorka, en þessar tvær tegundir orku eru þó skyldar. Mismunandi ljósorku skynjar mannsaugað sem mismunandi liti, svo sem blátt (orkuríkt) og gult (orkuminna). Varmaorkuna skynjum við sem aukinn hita sem stafar frá loganum.

Sameindabrotin sem þessu valda leita upp frá loganum og sameinast á nýjan leik og mynda stöðugar sameindir í formi vatnsgufu (H2O(g)) og sem lofttegundir á borð við koltvíildi (CO2 (g)) og koleinildi (CO(g)). Einnig geta kolefnisfrumeindir (C) sameinast og raðast á margbreytilegan hátt (Cn) og mynda þá sót.

Hlutföll hinna ýmsu sameindabrota sem og lokamyndefna ráðast af hlutfallslegu magni súrefnis og kertavax í efnabreytingunni. Ef magn súrefnis er hlutfallslega lítið borið saman við vaxið er litur logans áberandi gulur, minni varmaorka stafar frá honum og sót getur myndast. Í því tilviki er talað um að kertið ósi. Ef hins vegar nægilegt súrefni er til staðar ber meira á bláa litnum í loganum, hann verður heitari og óverulegt sót myndast. Þá myndast þeim mun meira af koltvíildi.

Efri myndin sýnir hvernig kertalogi lítur út og neðri myndin sýnir nánar hvernig efnafræðinni í honum er háttað.


Heimildir:

[1] Ritgerðir nemenda við Háskóla Íslands:

a) Ljómunarróf bútangasloga með og án íbætts CFC gass; ritgerð vegna sérverkefnis við efnafræðiskor H.Í., 1997; Árni Hr. Haraldsson.

b) Ljómunarróf bútangasloga með og án íbætiefna; ritgerð vegna sérverkefnis við efnafræðiskor H.Í., 1998; Ómar Gústafsson.

[2] John W. Lyons, Fire, Scientific American Library, 1985.

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

4.5.2000

Spyrjandi

Ellert Hlöðversson, f. 1982

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Hvað er kertalogi?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=394.

Ágúst Kvaran. (2000, 4. maí). Hvað er kertalogi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=394

Ágúst Kvaran. „Hvað er kertalogi?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=394>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kertalogi?

Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem C táknar kolefni, H táknar vetni og n og m geta verið ýmsar heilar tölur. Þær rofna einnig og mynda óstöðug lítil sameindabrot.

Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem kemur fram með tvennum hætti, sem ljósorka og varmaorka, en þessar tvær tegundir orku eru þó skyldar. Mismunandi ljósorku skynjar mannsaugað sem mismunandi liti, svo sem blátt (orkuríkt) og gult (orkuminna). Varmaorkuna skynjum við sem aukinn hita sem stafar frá loganum.

Sameindabrotin sem þessu valda leita upp frá loganum og sameinast á nýjan leik og mynda stöðugar sameindir í formi vatnsgufu (H2O(g)) og sem lofttegundir á borð við koltvíildi (CO2 (g)) og koleinildi (CO(g)). Einnig geta kolefnisfrumeindir (C) sameinast og raðast á margbreytilegan hátt (Cn) og mynda þá sót.

Hlutföll hinna ýmsu sameindabrota sem og lokamyndefna ráðast af hlutfallslegu magni súrefnis og kertavax í efnabreytingunni. Ef magn súrefnis er hlutfallslega lítið borið saman við vaxið er litur logans áberandi gulur, minni varmaorka stafar frá honum og sót getur myndast. Í því tilviki er talað um að kertið ósi. Ef hins vegar nægilegt súrefni er til staðar ber meira á bláa litnum í loganum, hann verður heitari og óverulegt sót myndast. Þá myndast þeim mun meira af koltvíildi.

Efri myndin sýnir hvernig kertalogi lítur út og neðri myndin sýnir nánar hvernig efnafræðinni í honum er háttað.


Heimildir:

[1] Ritgerðir nemenda við Háskóla Íslands:

a) Ljómunarróf bútangasloga með og án íbætts CFC gass; ritgerð vegna sérverkefnis við efnafræðiskor H.Í., 1997; Árni Hr. Haraldsson.

b) Ljómunarróf bútangasloga með og án íbætiefna; ritgerð vegna sérverkefnis við efnafræðiskor H.Í., 1998; Ómar Gústafsson.

[2] John W. Lyons, Fire, Scientific American Library, 1985....