Tilgangur öndunar hjá flugum er hinn sami og hjá okkur mannfólkinu og öðrum lífverum. Þær “draga þó andann” ekki í gegnum munninn eins og við, heldur fara loftskipti fram á annan hátt. Í stuttu máli er öndunarkerfi flugna þannig uppbyggt að loftgöt eru á búknum þar sem súrefnisríkt loft fer inn og koltvíoxíðríku lofti er skilað út. Flugur eru ekki með lungu heldur tengjast þessi loftgöt eða andop sérstökum loftæðum. Loftæðarnar eru pípur úr kítíni sem liggja frá loftgötunum, greinast um allan líkamann og færa líffærum og vefjum dýrsins súrefni. Mynd: Brisbane Insects and Spiders Home Page
Tilgangur öndunar hjá flugum er hinn sami og hjá okkur mannfólkinu og öðrum lífverum. Þær “draga þó andann” ekki í gegnum munninn eins og við, heldur fara loftskipti fram á annan hátt. Í stuttu máli er öndunarkerfi flugna þannig uppbyggt að loftgöt eru á búknum þar sem súrefnisríkt loft fer inn og koltvíoxíðríku lofti er skilað út. Flugur eru ekki með lungu heldur tengjast þessi loftgöt eða andop sérstökum loftæðum. Loftæðarnar eru pípur úr kítíni sem liggja frá loftgötunum, greinast um allan líkamann og færa líffærum og vefjum dýrsins súrefni. Mynd: Brisbane Insects and Spiders Home Page