Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Í grófum dráttum getum við sagt að orka sé hæfileiki til að framkvæma vinnu, það er til dæmis að færa hlut úr stað, auka hraða hans eða minnka eða breyta honum að öðru leyti, til dæmis stefnu. Við tölum meðal annars um staðarorku sem hlutur hefur vegna stöðu sinnar, hreyfiorku sem tengist hreyfingu hlutarins, varmaorku sem stafar af varma eða hita og svo framvegis.

Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti er hún ekkert öðruvísi en til dæmis efnaorkan í bensíni sem losnar úr læðingi þegar sameindir bensínsins rofna, taka til sín súrefni og frumeindirnar eða atómin raða sér upp á nýtt í minni sameindir.

Kjarnorka tengist ýmist kjarnaklofnun, þar sem þungir atómkjarnar klofna í aðra léttari, eða kjarnasamruna þegar léttustu atómkjarnarnir renna saman og mynda aðra þyngri. Um þetta allt má lesa nánar í svörum sem fást með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Kristján Hermannsson

Tilvísun

ÞV. „Hvað er í kjarnorku?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4921.

ÞV. (2005, 25. apríl). Hvað er í kjarnorku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4921

ÞV. „Hvað er í kjarnorku?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4921>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er í kjarnorku?
Í grófum dráttum getum við sagt að orka sé hæfileiki til að framkvæma vinnu, það er til dæmis að færa hlut úr stað, auka hraða hans eða minnka eða breyta honum að öðru leyti, til dæmis stefnu. Við tölum meðal annars um staðarorku sem hlutur hefur vegna stöðu sinnar, hreyfiorku sem tengist hreyfingu hlutarins, varmaorku sem stafar af varma eða hita og svo framvegis.

Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti er hún ekkert öðruvísi en til dæmis efnaorkan í bensíni sem losnar úr læðingi þegar sameindir bensínsins rofna, taka til sín súrefni og frumeindirnar eða atómin raða sér upp á nýtt í minni sameindir.

Kjarnorka tengist ýmist kjarnaklofnun, þar sem þungir atómkjarnar klofna í aðra léttari, eða kjarnasamruna þegar léttustu atómkjarnarnir renna saman og mynda aðra þyngri. Um þetta allt má lesa nánar í svörum sem fást með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu....