Ánamaðkar hafa taugakerfi og hluti af því er heili. Í meltingarveginu er kok, vélinda, sarpur og fóarn. Ánamaðkarnir hafa einnig æðakerfi með fjölmörgum smáum hjörtum, sem keyra blóðið áfram. Einnig er að finna kynkirtla í ánamöðkum, sem framleiða bæði sæði og egg, þar sem þeir eru tvíkynja. Meira lesefni á ánamaðka á Vísindavefnum:
- Hvers vegna leita ánamaðkar út á gangstéttir og götur í rigningu?
- Hvað geta ánamaðkar orðið stórir?
- Hvernig er best að tína ánamaðka?
- Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir?
- YHS Biology. Sótt 17.2.2009.